Fimmtudagur, 12. september 2024
Brennivín í búðir - Með tárin í augum !
Hagkaup býður nú stolt og reginslega brennivín og annað áfengi í búðum sínum og netverslun.
Er þetta hið stóra sameiginlega átak auðhringsins gegn unglingadrykkju sem kallað er eftir?.
Hroki og andstæður
Það eru svo sorglega hrópandi andstæður í samfélaginu.
Hver pólitíkusinn eftir annan, jafnvel biskupinn og forsetinn "nuddar" sér upp úr sorglegum og hryllilegum atburðum meðal ungs fólks. Kallað er á samstöðu
Atburðum sem í flestum málum tengist áfengi eða öðrum vímuefnum.
Mér sýndist sumir ráðherra "tárast" í ræðustól á alþingi í gær yfir sorglegum afleiðingum ofbeldis fíkniefna og áfengisneyslu ungs fólks. Sem er alveg ástæða til
En með hinni hendinni er heimilað aukið aðgengi að þessum efnum í búðum og almennum verslunum.
Þetta nálgast hræsni að mínu mati.
"Velferðarstofnunin" Hagkaup og brennivínið"
"Reiknað er með stuttum afhendingartíma ef verslað er á tímanum frá klukkan 12 til 21.
Þá verður einnig hægt að nálgast vörur í Dropp-boxum hringinn í kringum landið en sú afhending er sögð taka lengri tíma. Þarf aftur að auðkenna sig rafrænt þegar sendingin er sótt til að fá vöruna afhenta.
Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð, er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups."
Með tárin í augum
Var þetta ákallið sem ráðherrar, þingmenn og forseti og biskup kölluðu eftir með tárin í augunum.
Voru þetta tárin sem Hagkaup ætlar að þurrka með brennivíni í búðirnar sínar?
Ég held að þjóðin sé ekki að kalla eftir brennivíni í allar búðir. Þvert á móti
Áfengisvefverslun í samstarfi við Hagkaup opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2024 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. september 2024
ESB í miklum vanda
"Evrópusambandið þarf að gera róttækar breytingar og auka framleiðni til að geta mætt samkeppni frá Bandaríkjunum og Kína. Þetta er megininntak nýrrar skýrslu um efnahagsmál í Evrópu sem kynnt var í Brussel í morgun."
Stöndum vörð um Fullveldið
Það væri mjög sérstakt og nokkur veruleikafirring ef Alþingi, stjórnvöld og forystulið atvinnulífsins- atvinnurekendur og launþegasamtök færu að hrópa á evru og nánari tengsl við ESB/ EES og fullveldisframsal í staða þess að takast á við verkefnin hér innanalands á eigin forsendum okkar Íslendinga sem fullvalda ríkis og sjálfstæðar þjóðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. september 2024
Fyrirmyndir gæti að orðum sínum
Það skiptir máli hvaða orð og lýsingar frægt fólk og fyrirmyndir barna og unglinga láta um munn sér fara.
Orð eru lika fljót að meiða bæði fyrir þá sem verða fyrir þeim og einnig hina sem hlusta á.
Falleg orð og hlý lífga og hvetja.
"Það sem höfðingjarnir hafast að hinir meina sér leyfist það".
Sérstaklega finnst mér þetta orðið áberandi í heimi íþróttanna og einkum hópíþrótta.
Þjálfara og frægir leikmenn .
Leikarar í sjónvarpsupptökum og leikritum þurfa að huga vel að orðbragði sínu.
Svo kallaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum þurfa einnig að huga vel að orðbragði sínu og siðferðislegri nálgun umræðunnar,
Flest öll sem ég heyri til gera það og fara vel með.
Brá nokkuð að sjá orðbragð góðs og efnilegs fótboltamanns sem fannst hann þurfa að klikkja út með samlíkingu sem mér fannst ekki hæfa honum.
Né heldur fréttamannsins að gera það að aðalmáli.
Er kunnugt um tilfelli í skóla þar sem ungur drengur var kallaður fyrir skólastjóra vegna þess að hafa látið sér þetta orð um munn fara reyndar á ensku.
Sem er alveg rétt að benda fólki á að mínu mati
Kannski er orðanotkun í samskiptum og á opinberum vettvangi og meðal fólks með öðrum hætti en ég ólst upp við.
Ég fylgdi um daginn litlum dreng á boltaæfingu og mér brá orðbragðið sem í gangi var milli barnanna sem þarna ægði saman í einni kös.
Eða kannski eru þetta bara nýyrði sem hafa tekið við af öðrum
Hvað um það sem fyrirsögn í blaði fannst mér það ekki passa.
"Til hamingju eða fokkaðu þér"
Veit ekki hvort þeir óska mér til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)