Sunnudagur, 30. september 2012
Aðskilnað viðskiftabanka og fjárfestingabanka - Hvers vegna gerist ekkert?
Það hefur verið skýr og afdráttarlaus stefna Vinstri - Grænna að fullkominn aðskilnaður sé milli fjárfestingabanka annarsvegar og viðskiftabanka hinsvegar. Um þetta fluttum við Ögmundur Jónasson tillögur á Alþingi ítrekað og síðast á þinginu 2008-09 . Flokksráðfundur VG ályktaði í febrúar 2012:
Flokksráð fagnar því að ráðuneyti bankamamála skuli vera komið á ábyrgð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og felur nýskipuðum ráðherra bankamála að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi fjárfestingabanka og viðskiftabanka sem þingmenn flokksins hafa flutt endurtekið á fyrri þingum".
Þrátt fyrir allar þessar áskoranir og yfirlýsingar hefur ekkert enn gerst í þessu máli. Ég tók þetta írekað upp í ríkisstjórn en hafði ekki erindi sem erfiði .
Það frumvarp sem nú hefur verið endurflutt á Alþingi um heimild til að selja eignarhluti ríkisins í bönkum og sparisjóðum gengur að mínu mati verulega á svig við stefnu VG varðandi eignarhald og umgjörð fjármálafyrirtækja.
Landsbankinn- þjóðbanki
VG hefur ávalt lagt áherslu á að ríkið ætti a.m.k. einn öflugan þjóðbanka. Ríkið á nú um 81% af Landsbankanum sem má ekki minna vera. Áform um að selja til viðbótar nú liðlega 10% af hlut ríkisins í Landsbankanum til að byrja með eins og lagt er til í frumvarpinu gengur gegn því sem talsmenn Vg hafa áður sagt um einn sterkan þjóðbanka. Við þekkjum aðferðafræðina frá sölu Landssímans og fyrri bankasölum. Fyrst bara pínulitið og áður en nokkur fær að gert er allt farið.
Frumvarp um sölu bankanna nýtur ekki stuðnings
Ég hafði áður lýst í ríkisstjórn andstöðu við þau áform að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og gerði það ítrekað við umræðurnar á Alþingi sl. miðvikudag. Hægt er að færa enn frekari rök fyrir því að ekki eigi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirrækju á þessum tímapúnkti.
Treysta þarf sparisjóðina í sessi og varasamt er af mörgum ástæðum að rugga hlut ríkisins í bönkunum meðan enginn veit hverjir eru eigendur þeirra . En sömu kröfuhafar eiga 1000- 1300 milljarða í bönkum, lausafé, verðbréfum og öðrum eignum í íslenskum krónum sem eru lokuð hér inni með gjaldeyrishaftalögunum. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað snjóhengjuna í íslensku fjármála- og efnahagslífi.
Sala á hlutum í ríkisins í fjármálastofnunum við þessar aðstæður er því að mínu mati mjög varhugaverðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2012 kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 28. september 2012
Frekari einkavæðing og sala banka og sparisjóða varhugaverð.
Mikilvægast er nú að setja bönkunum skýr starfsskilyrði og afmarka umsvif þeirra áður en lengra er haldið.
Tryggja þarf stöðu þeirra sparisjóða sem eftir standa og koma í veg fyrir meiri fákeppni en orðið er í fjármálaþjónustu landsmanna.
Skýlaus krafa er að ríkið eigi Landsbankann og beiti eignarhaldi sínu til að setja honum skýrar samfélags- og þjónustuskyldur ásamt góðum kjörum við landsmenn alla óháð búsetu en takmarki arðsemiskröfur sínar á móti.
Aðskilnaður viðskiftabanka og fjárfestingabanka - krafa Vinstri - Grænna
Það hefur verið skýr og afdráttarlaus stefna Vinstri - Grænna að fullkominn aðskilnaður sé milli fjárfestingabanka annarsvegar og viðskiftabanka hinsvegar. Um þetta fluttum við Ögmundur Jónasson tillögur á Alþingi ítrekað og síðast á þinginu 2008-09 . Flokksráðfundur VG ályktaði í febrúar 2012:
Flokksráð fagnar því að ráðuneyti bankamamála skuli vera komið á ábyrgð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og felur nýskipuðum ráðherra bankamála að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi fjárfestingabanka og viðskiftabanka sem þingmenn flokksins hafa flutt endurtekið á fyrri þingum".
Þrátt fyrir allar þessar áskoranir og yfirlýsingar hefur ekkert enn gerst í þessu máli. Ég tók þetta írekað upp í ríkisstjórn en hafði ekki erindi sem erfiði .
Það frumvarp sem nú hefur verið endurflutt á Alþingi um heimild til að selja eignarhluti ríkisins í bönkum og sparisjóðum gengur að mínu mati verulega á svig við stefnu VG varðandi eignarhald og umgjörð fjármálafyrirtækja.
Landsbankinn- þjóðbanki
VG hefur ávalt lagt áherslu á að ríkið ætti a.m.k. einn öflugan þjóðbanka. Ríkið á nú um 81% af Landsbankanum sem má ekki minna vera. Áform um að selja til viðbótar nú liðlega 10% af hlut ríkisins í Landsbankanum til að byrja með eins og lagt er til í frumvarpinu gengur gegn því sem talsmenn Vg hafa áður sagt um einn sterkan þjóðbanka. Við þekkjum aðferðafræðina frá sölu Landssímans og fyrri bankasölum. Fyrst bara pínulitið og áður en nokkur fær að gert er allt farið.
Frumvarp um sölu bankanna nýtur ekki stuðnings
Ég hafði áður lýst í ríkisstjórn andstöðu við þau áform að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og gerði það ítrekað við umræðurnar á Alþingi sl. miðvikudag. Hægt er að færa enn frekari rök fyrir því að ekki eigi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirrækju á þessum tímapúnkti.
Treysta þarf sparisjóðina í sessi og varasamt er af mörgum ástæðum að rugga hlut ríkisins í bönkunum meðan enginn veit hverjir eru eigendur þeirra . En sömu kröfuhafar eiga 1000- 1300 milljarða í bönkum, lausafé, verðbréfum og öðrum eignum í íslenskum krónum sem eru lokuð hér inni með gjaldeyrishaftalögunum. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað snjóhengjuna í íslensku fjármála- og efnahagslífi.
Sala á hlutum í ríkisins í fjármálastofnunum við þessar aðstæður er því að mínu mati mjög varhugaverðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2012
Um raforkumál í kjölfar veðuráhlaupsins 10. sept. sl
Ég sendi baráttukveðjur til allra þeirra á Norður- og Norðausturlandi sem hafa mátt glíma við afleiðingar óveðursins 10.- 13. sept. sl. , bjarga fé og verðmætum og koma innviðum samfélagsins í gang eftir hamfarirnar.
Þar hafa margir lagt hart að sér og samhugur fólks á slíkum stundum sýndur í verki. Enn liggja ekki fyrir tölur um tjón og fjárskaða en ljóst að það er mikið. Og nú reynist enn gott að hafa Bjargráðasjóð til að geta brugðist við og átt farveg til að bæta bændum tjón eins og eftir eldgosin.Verum minnug þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vildu leggja Bjargráðasjóð alveg niður 2008.Raforkan er hluti grunnþjónustu
Ég ætla hér fyrst og fremst að fjalla um raforkumálin. Við, sem hér stöndum á Alþingi og tókum þátt í baráttunni gegn einkavæðingu og sölu á Rarik og á Orkubúi Vestfjarða getum nú hrósað sigri í að hafa koma í veg fyrir þá skemmdaraðför sem þáverandi stjórnvöld beittur sér fyrir gangvart þessum grunnstoðum samfélagsins.
Að þeirri aðför stóðu einkavæðingarflokkarnir þrír Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. VG vildi verja Rarik. Ekki er víst að svo hratt og örugglega hefði verið brugðið í viðgerðum, ef Rarik væri nú rekið sem einkafyrirtæki á markaði.
En að því var þá stefnt í samræmi við kröfur ESB um innri markaði Evrópu. Við urðum því miður að horfa á eftir Landssímanum á þeim tíma í gin einkavæðingarinnar.
Árni Steinar Jóhannsson og Rarik
Ég nefni þetta hér, því það var allsekki sjálfgefið á þeim tíma að Rarik væri nú enn í samfélags eigu. Það er jafnframt gott að vita af Árna Steinari Jóhannssyni fyrrverandi alþingismanni VG, vera nú stjórnarformaður Rarik. Árni Steinar var einmitt þá á Alþingi og leiddi baráttu okkar hóps gegn einkavæðingu og sölu Rarik.
Og það er gott að minnast þess að ræðutími var þá ótakmarkaður á Alþingi og Árni Steinar og við fleiri nýttum okkur það óspart. Og á síðustu metrunum tókst að bjarga Rarik. Þótt mörgum fyndist biðin löng eftir viðgerð í veðuráhlaupinu á dögunum, voru afar dýrmæt skjót og markviss viðbrögð af hálfu Rarik, sem byggðu á öflugum mannskap fyrirtækisins á starfsstöðvum víða um land. Ég fullyrði að svo myndi ekki hafa verið, ef Rarik væri einkafyrirtæki á almennum markaði.Rarik með lagnir í jörð
Við endurnýjun dreifikerfis undanfarin ár hjá Rarik hafa allar nýjar lagnir verið lagðar í jörð, sem stóreykur afhendingaröryggi.
Hér þarf þó að bæta í. Langir kaflar inn til dala s.s. í Skagafirði, Húnavatnssýslum, dölum Borgarfjarðar í strandbyggðum eins og fyrir Skaga og Vatnsnes, fyrir Strandir í Árneshrepp og víðast á Vestfjörðum og á Snæfellsnesi svo dæmi séu tekin.Hér þarf að spýta verulega í og hraða endurnýjun dreifikerfisins og koma lögnum í jörð og tryggja 3ja fasa rafmagn um öll héruð og alla bæi.
Landsnet dregur lappirnar
Landsnet liggur hinsvegar eftir með endurnýjun aðallagna eins t.d. frá Varmahlíð um Sauðárkrók og austur um land frá Húsavík til Kópaskers og áfram til Þórshafnar og Raufarhafnar. Landsnet hefur lagt miklumeiri áherslu á uppbyggingu línumannvirkja til stóriðjuvera en að treysta raforkuöryggi innan svæða, milli byggðarlaga og innan landshluta.
Hér þarf að verða breyting á í stefnumörkun og forgangsröðun Landsnets.
Krafist jafnréttis í raforkuVeðuráhlaupið 9-11 sept. dregur fram mikilvægi afhendingaröryggis á rafmagni, mikilvægi þess að hraða endurnýjun dreifikerfisins, hringtengingu innan byggðarlaga, koma upp öflugum varaaflsstöðvum á þéttbýlisstöðunum til að grípa til.
En síðast og ekki síst þarf að jafna dreifikostnað rafmagns óháð búsetu, tryggja 3 fasa rafgman í jörð til allra byggða og bæja á landinu. (Úr umræðum á Alþingi 18. sept 2012)Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. september 2012
Hamfarirnar á Norður- og Norðausturlandi
Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið á Norður- og Norðausturlandi í óveðrinu sem gekk yfir landið 9- 11 september.
Hugurinn er hjá þeim fjölmörgu einkum bændafólki sem berst nú við að bjarga búpeningi sínum úr snjó dreift á heiðum og inn til dala. Það er afar dapurt að horfa á eftir kindum sínum falla með þessum hætti og afkoma margra bænda og heimila er í mikilli óvissu vegna óveðurstjónsins. Sauðfjárbændur mega ekki við miklum tekjuáföllum.
Um leið og rafmagn fer af, þá fer einnig út stór hluti af viðvörunar-, fjarskipta- og almannakerfi viðkomandi svæða. Tjónið á þessum búnaði, dreifikerfinu er mikið. Viðgerðamenn leggja hart að sér við erfiðar aðstæður.
Sannarlega hljóta menn, að fenginni þessari dýrkeyptu reynslu að velta fyrir sér föstum viðbúnaði, öryggisneti og forgangsröðun í uppbygginu orkudreifikerfis víða á landsbyggðinni.
Ég tel að Alþingi og ríkisstjórn eigi strax að koma að þessum alvarlegu málum með heimamönnum, sveitarstjórnum, samtökum bænda og almannavörnum á þessum svæðum og hef lagt fram beiðni þess efnis á Alþingi:
"Hér með er óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi svo fljótt sem verða má um hinar alvarlegu afleiðingar óveðursins á Norður og Norðausturlandi 10. og 11. september sl.og viðbrögð stjórnvalda gagnvart björgunaraðgerðum, tjónabótum og hvernig megi treysta öryggi, viðbúnað og almannavarnir íbúa og atvinnulífs við náttúruhamfarir sem þessar.
Óskað er eftir að innanríkisráðherra sem ráðherra almannavarna verði til að svara fyrir málið af hálfu ríkisstjórnar".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. september 2012
Guðmundur Páll Ólafsson
Guðmundur Páll Ólafsson birtist á örlagastundu íslenskra náttúru perla. Hann hóf á loft stríðsfánann fyrir liði einlægs náttúruverndarfólks, fána sem jafnframt var boðberi friðar á orustuvelli virkjanagræðginnar sem var í þann veginn að breyta hálendi Íslands í einn allsherjar blóðvöll. - Allt var gefið falt, nánast öllum perlum Íslands mátti fórna.
Hálendið, fossarnir, hverirnir sem eru lungu, hjarta og æðakerfi íslenskrar náttúru var allt undir, enginn staður var óhultur.
Ég sé nú ekkert fallegt við þennan stað, er fræg setning úr liði andstæðinganna frá þessum tíma.
Vaknið! hrópaði Guðmundur Páll í Eldmessu sinni 1998 á baráttufundinum Með hálendinu- gegn náttúruspjöllunum.
Hjartalaga fánaborgin sem Guðmundur Páll reisti við Hágöngur, þegar Fögruhverum var drekkt, var sem heróp til íslensku þjóðarinnar.
Að sjá Hágöngulónið fyllast og fána Íslands sökkva einn af öðrum inn á miðju hálendi landsins er mynd sem aldrei hverfur.
Ungir landverðir, hvattir af herópi Guðmundar Páls, drógu íslenska fánann í hálfa stöng á nokkrum dýrustu náttúruperlum landsins til að minnast ósigursins við Kárahnjúka. Þáverandi stjórnvöld hótuðu þessu unga hugsjóna- og baráttu fólki málsókn og atvinnumissi.
Guðmundur Páll lét verkin tala. Og svo er sem betur fer einnig um fjölmarga einlæga náttúruverndarsinna. En því miður eru alltof margir sem tala fjálglega og hafa uppi stór orð um náttúruvernd og ást sína á landinu en þora svo ekki að standa með sjálfum sér, stefnu sinni og loforðum og breyta orðum í athafnir þegar á reynir og tækifæri gefst.
Margur spyr, unnust engir sigrar?. Jú, það tókst til dæmis að stöðva virkjunaráformin í Jökulsánum í Skagafirði. Samstillt átak heimamanna í Skagafirði og á Alþingi undir gunnfána Guðmundar Páls Ólafssonar og ákalli íslenska fánans við Hágöngulón bar árangur.
"Fræðum þjóðina, fræðum um gildi hinnar síkviku náttúru". Íslenskar náttúruvættir höfðu eignast talsmann.
Bækur Guðmundar Páls um náttúru Íslands: FUGLAR, PERLUR, STRÖNDIN, HÁLENDIÐ og VATNIÐ eru stórvirki, sem verða ekki aðeins ævarandi minnisvarðar um líf og starf þessa hógværa mikilmennis heldur og eggbeitt vopn í fræðslu og baráttu náttúrverndarfólks. Sú barátta verður eilíf.
Vinur landsins, vinur vatnsins, lindanna og jökulánna, vinur hálendis og stranda, jökultinda og fugla himinsins, vinur alls sem lifir á jörðu. Og ekki síst vinur vina sinna. Segir Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti Íslands í minningarorðun sínum um Guðmund Pál í Mbl.
Minning Guðmundar Páls Ólafssonar lifir í verkum hans og hugsjónum og baráttu þeirra sem nú taka við fánanum.
Blessuð sé minning Guðmundar Páls Ólafssonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. september 2012
Mensalder Raben Mensaldersson
Bjarni Harðarson, bóksali, rithöfundur, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðuneytisins heitins er ávallt með mörg járn í eldinum. Eitt þeirra járna sem hann hefur nú dengt er ný bók sem heitir því forvitnilega nafni Mensalder
Bókin fjallar um afar sérstakt lífshlaup bóndans á Húsum í Ásahreppi, Mensalders Rabens Mensalderssonar sem fæddist árið 1888 og dó 1980.
Nafn mannsins og bókarinnar eitt sér er nægilegt til að vekja forvitni lesandans og víst er um að þessi bókartitill hefði ekki getað orðið til eftir að s.k. Mannanafnanefnd tók til starfa.
Mensalder Raben Mensaldersson er vissulega ekki Bjartur í Sumarhúsum Kiljans né heldur Ofviti Þórbergs Þórðarsonar en skyldleikinn, ættarsvipurinn með þeim félögum er bæði skýr og greinilegur.
Gunna í Húsum, unnusta Mensalders hefur örugglega ekki lesið nýjar "Fantasíur" Hildar Sverrisdóttur, en hún ber samt sömu kenndir og þar er hampað. Og Gunna okkar í Húsum fær útrás fyrir þessar langanir og þrár á sinn hátt bæði í draumi og veruleika.Ástir og örlög, basl og breyskleiki taka dýfur í mannlegri reisn og vegast á í lifandi texta sem leiftrar af frásagnargleði höfundar.
Orðsnilld Bjarna Harðar svíkur engan.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)