Föstudagur, 11. júlí 2025
"Orustan um Ísland"
Það er orrustan um Ísland

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé "orrusta um Ísland" sem ríkisstjórnin ætli að vinna.
Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar.
Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum.
Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur kom til hafnar á Grundartanga í dag í þjónustuheimsókn.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var viðstödd heimsóknina en kom seint vegna látanna á Alþingi í morgun. Fréttastofa náði tali af Þorgerði til að ræða um stöðu" þingsins". " Orustan um Ísland
ESB -aðild -Bókun 35 við EES samninginn um framsal dómsvalds til EES/ ESB
Aðild að ESB er fyrsta mál hjá ríkisstjórn .
Utanríkisráðherra virðist klæja í lófana af tilhlökkun að senda syni Íslands og dætur í sameignlegan Evrópskan her á vígvöllum Evrópu.
- Var þjóðin eða þingið spurt?
Ljóst er af síðustu atburðum að Alþingi mun ekki verið gefið kost á að stöðva þessi mál. Verður þjóðin spurð?
Með kjarnorkuknúið herskip- kafbát, eitt öflugasta herskip heims í baksýn - fullkomin hótun- hefst " Orustan um Ísland
Miðvikudagur, 9. júlí 2025
"Að setja sig á háan hest"
Það er vandi að vera ríkisforstjóri yfir einni stærstu stofnun landsins- Landsvirkjun- og hafa síðan í beinum eða óbeinum hótunum við lýðræðiskjörin yfirvöld sín.
Er hér bæði átt framkomu við löggjafasamkomuna, Alþingi, lög og dómstóla landsins eins og Hæstarétt.
Sjálfssagt er að hafa málefnalega skoðun á hinum ýmsu málum og líka sem snerta þá stofnun eða fyrirtæki sem viðkomandi er tímabundið í ábyrgð fyrir.
Hinsvegar verður líka að gæta að ráðningarsamningi sínum, takmörkunum og verksviði.
Sérstaklega á þetta við þegar kemur að pólitískum álitaefnum sem eru í höndum löggjafans að setja mörk um.
Löggjafinn hefur sín rök fyrir ákvörðuninni, hvort sem einhverjum okkar líkar betur eða verr.
Það er hreinlega áfellisdómur yfir löggjafa þess tíma að hafa ekki vandað betur til verka við lagasetninguna. Í dómnum segir beint að það sé ekki Hæstaréttar að leiðrétta óvandaða lagasetningu, bætir Hörður við. ( MBL: 09.07)
Það skipar enginn utanaðkomandi Alþingi fyrir verkum
Það skipar enginn Alþingi fyrir verkum hvorki hæstaréttardómarar né mikilvægir forstjórar eða aðrir sem telja sig þó merkilega.
Niðurlægingar tal og hótanir í garð yfirboðara sinna - lýðræðislega kjörins alþingi- um ábyrgð þess og ákvarðanir er vand meðfarið.
Gildir einu hvort heldur slíkt tal er frá dómstólum eins og Hæstarétti eða frá ríkissforstjóra sem hefur sitt afmarkaða starfsvið í tilteknu fyrirtæki eða stofnun þann tíma sem hann er þar ráðinn.
![]() |
Dómurinn áfellisdómur yfir löggjafanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
Steingrímur Hermannsson og "Bókun 35"
Fyrsti minni hluti er þeirrar skoðunar að íslenska stjórnarskráin heimili ekki samþykkt þess samnings um hið Evrópska efnahagssvæði sem hér liggur fyrir."
- "Sérfræðinganefnd utanríkisráðherra gerir lítið úr fullveldishugtakinu"
- Kunnuglegt stef,
- Grípum aðeins niður í ræðu Steingríms þar sem hann vitnar n.a. til skýrslu Guðmundar Alfreðssonar fyrrverandi prófessors í þjóðarrétti og Ólafs Jóhannessonar lagaprófessors og fyrrv. formanns Framsóknarflokksins:
",,Sérfræðinganefnd utanrrh. gerir í inngangsorðum lítið úr ríkis-, fullveldis- og sjálfstæðishugtökunum. Þeir skrifa án þess að færa að því nokkur rök (bls. 2 í skýrslunni): ,,Gildi ríkishugtaksins í stjórnskipunarrétti er umdeilt`` og ,,Ekki er þó ástæða til að telja að 1. gr. stjórnarskrárinnar hafi sjálfstæða þýðingu við úrlausn þess álitaefnis sem okkur er ætlað að fjalla um.```` --- Ég skýt því inn að 1. gr. fjallar náttúrlega um að við séum fullvalda þjóð."
Fullveldis hugtakið
I. 1. gr.
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
2. gr.
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.
Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.
Dómendur fara með dómsvaldið.
"Bæði sögulega og í nútímanum hljóta 1. og 2. gr. og samspil þeirra að skipta máli; þetta er sjálfur grundvöllur lýðveldisstofnunar og sjálfstæðs ríkis á Íslandi.``
,,Sérfræðinganefnd utanrrh. viðurkennir fullum fetum í skýrslu sinni (t.d. á bls. 15, 21 og 22), að samkvæmt EES-samningnum mundu framkvæmdastjórn og dómstóll EB fá, í vissum málaflokkum, vald til að kveða upp endanlegar ákvarðanir, sem yrðu aðfararhæfar á Íslandi.
Slík tilfelli hafa verið nefnd í köflunum að ofan um framkvæmdar- og dómsvald".
Sérfræðinganefnd utanríkisráðherra færir engin rök``
"Síðan segir hann ( Guðmundur) : ,,Sérfræðinganefndin ( utanríkisráðherra) færir engin rök að þeirri niðurstöðu, að það sé í lagi að framselja framkvæmdar- og dómsvald til alþjóðastofnunar, sem við erum ekki aðilar að.
Málafæð dugir ekki sem röksemd, enda er stærðin óþekkt.
Í kaflanum um löggjafarvaldið (bls. 10--11) lögðu þeir á það áherslu og töldu til réttlætingaratriða varðandi feril breytinga á viðaukum við EES-samninginn, að ,,stöðug samráð og upplýsingaskipti og þá einnig samningaumleitanir`` fara fram við fulltrúa ríkisins, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar reglur.``
Ég þarf ekki að fjölyrða um það að dr. Guðmundur segir að lokum:
,,Að mínu mati stangast valdaframsal til EB greinilega á við 1. og 2. gr. stjórnarskrárinnar.
Við stofnun lýðveldisins skiptir stjórnarskrárgjafinn verkum milli íslenskra valdhafa. ......"
Stjórnarskrá njóti alltaf vafans- helgidómur fullveldis
"Engu máli skiptir, þótt framsalið sé afmarkað og takmarkað við ákveðna málaflokka á viðskiptasviðinu. Þetta er einfaldlega ekki hægt að óbreyttri stjórnarskrá.``
Í lokaorðum segir doktorinn:
,,Heildarmyndin skiptir að sjálfsögðu máli bæði við athugun stjórnarskrármálsins og almenna skoðanamyndun um EES-svæðið og tilheyrandi samninga. Það er hins vegar nóg, ef einstök tiltekin atriði brjóta í bága við stjórnarskrána; hvert dæmi eitt og sér, t.d. um afhendingu framkvæmdar- og dómsvalds eða um skerðingu löggjafarvalds, mundi þess vegna nægja til þess að útheimta breytingar, áður en samningurinn fengi gildi að landsrétti.``"
Vill tvíhliða samninga
"Nú ég hef farið um þetta allmörgum orðum enda hef ég talið þetta vera ákaflega mikilvægt mál með stjórnarskrána....
..... Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að halda dyrum opnum og það vel, líka vestur til Bandaríkjanna og til Japans.
Ég verð að viðurkenna að það vekur mig mjög til umhugsunar um þetta mál allt saman og ég hefði m.a. af þeirri ástæðu talið afar nauðsynlegt að þessum samningi yrði sem allra fyrst breytt í tvíhliða samning. ,,,,,,,,,,,,
Ég vona að ég hafi rakið það nógu ítarlega til að ég þurfi ekki að rökstyðja það frekar. Ég tel það vera yfir allan vafa hafið að það stenst ekki stjórnarskrána að framselja vald, eins og hér er gert ráð fyrir, til erlendra stofnana.
Reyndar hallast ég mjög að niðurstöðu Guðmundar Alfreðssonar sem hann leiðir rök að því að verið sé að framselja vald á öðrum sviðum, m.a. vald framkvæmdarvaldsins til að undirbúa löggjöf til Alþingis og m.a. er Alþingi að fela fleirum en alþingismönnum og framkvæmdarvaldinu að undirbúa frv. sem lögð verða fyrir Alþingi. "
Greiðir atkvæði gegn EES - samningnum
" Loks er hæstv. ráðherra að fara fram á það að við veitum honum umboð til að staðfesta samning sem verður að landslögum áður en sá samningur liggur fyrir.
Ég treysti mér alls ekki til að gera það. Ég verð að segja það, því miður. Þótt samstarf okkar hafi verið ágætt í fyrri ríkisstjórn treysti ég mér ekki til að gefa honum þá traustsyfirlýsingu.
Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli að af þessum þremur ástæðum tel ég þetta vera stjórnarskrárbrot: að ekki var samþykkt að breyta stjórnarskránni þannig að heimilt yrði að framselja slíkt vald og að farið er fram á að veita hæstv. ráðherra vald til að takmarka samning sem ég hef ekki séð að öllu leyti.
Því hlýt ég að greiða atkvæði gegn þeim samningi sem hér liggur fyrir."
Hægt er að lesa ræður og greinargerðir á vef Alþingis frá þeim tíma.
Rétt er að geta þess að Guðni Ágústsson siðar einnig formaður Framsóknarflokksins og ráðherra greiddi atkvæði gegn samningnum m.a. af fullveldisástæðum
Gæti verið hollt fyrir nýja þingmenn og flokk sem er að "leita rótanna" á ný að lesa ræður Steingríms Hermannssonar um EES og fullveldismál
Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
199293. 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. 1 . mál.
376. Nefndarálit
um frv. til l. um Evrópska efnahagssvæðið.
Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.7.2025 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)