Hart hefur veriđ barist fyrir friđlýsingu og vernd Jökulsánna í Skagafirđi.
Í raun hafa Hérađsvötnin veriđ eitt sterkasta flagg Vinstri-grćnna og annarra náttúruverndarsinna í náttúruverndarmálum.
Vernd jökulsánna í Skagafirđi og annarra dýrmćtra náttúruvćtta landsins var eitt af ţeim málasviđum sem Vg var stofnađ um í upphafi. Verkefnastjórn rammaáćtlunar mat síđar verndargildi vatnasvćđa Hérađsvatna eitt ţađ mesta á landinu.
Ţađ var öflugur ţingmannahópur, m.a. međ núverandi forsćtisráđherra innanborđs, sem flutti ítrekađ tillögur um friđun Jökulsánna í Skagafirđi. Heimafólk fagnađi og treysti ađ hugur fylgdi máli.
Kúvending í náttúruverndarmálum
Ţađ kemur ţví sorglega á óvart ađ nú skuli ríkisstjórn undir forystu VG hafa kúvent í náttúruverndarmálum og sett friđun Jökulsánna í Skagafirđi í uppnám. Fađmlög og dýrar yfirlýsingar áttu sér ekki mikla innstćđu. Tillagan sem nú er veriđ ađ keyra í gegnum alţingi ţessa dagana um svokallađa rammaáćtlun er döpur.Hérađsvötnum fórnađ
Tillagan nú hljóđar upp á ađ fella Hérađsvötnin í Skagafirđi úr verndarflokki í biđflokk til frekari virkjunarundirbúnings ţvert á grundvallarstefnu VG og digrar yfirlýsingar og áratuga baráttu. Fleiri dýrar náttúruperlur eru undir í landinu sem héldu sig vera hólpnar.Međ djúpa hryggđ í hjarta er ţessi grein skrifuđ í nafni baráttunnar fyrir friđun Jökulsánna.
Jökulsárnar í Skagafirđi
Verndun Jökulsánna var margítrekuđ í landssamţykktum Vg og stađfest m.a. međ međfylgjandi ţingsályktun 2008. Viđ vorum stolt og glöđ:Verndun Jökulsánna í Skagafirđi.
59/135 2008 ţáltill.: friđlýsing Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirđi.
Flm.: Jón Bjarnason, Atli Gíslason, Álfheiđur Ingadóttir, Árni Ţór Sigurđsson,
Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon,
Ţuríđur Backman, Ögmundur Jónasson.
Tillaga til ţingsályktunar 2008 um friđlýsingu Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirđi.
Alţingi ályktar ađ fela ríkisstjórninni ađ undirbúa og leggja fyrir Alţingi frumvarp til laga um friđlýsingu vatnasvćđisins norđan Hofsjökuls, ţ.e. Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirđi ásamt ţverám ţeirra.
Friđlýsingin taki til vatnasviđs ánna ađ međtöldum ţverám og skal hvers kyns röskun á náttúrulegum rennslisháttum ánna vera óheimil. Skal svćđiđ friđađ og stjórnađ til varđveislu landslags ţess, náttúrufars og menningarminja ásamt ţví ađ ţađ verđi notađ til útivistar, ferđaţjónustu og hefđbundins landbúnađar. Sérstaklega skal hugađ ađ ţví viđ undirbúning málsins hvernig friđlýsing vatnasvćđanna norđan Hofsjökuls geti tengst framtíđaráformum um Hofsjökulsţjóđgarđ og falliđ ađ stćkkuđu friđlandi Ţjórsárvera sunnan jökulsins.
Greinargerđ
Frá Hofsjökli renna árnar Austari- og Vestari-Jökulsár. Ţegar ţćr koma saman kallast ţćr Hérađsvötn en ţau eru meginvatnsfalliđ í Skagafirđi. Koma Jökulsárnar saman viđ bćinn Kelduland. Báđar árnar renna í gljúfrum og er gljúfur Austari-Jökulsár öllu hrikalegra en ţeirrar vestari. Náttúrufegurđ jökulsárgljúfranna er einstök, svo og gróđur, landslag og náttúrufar á vatnasvćđi ánna.Hér er gert ađ tillögu ađ ríkisstjórnin leggi fyrir Alţingi frumvarp til laga ţess efnis ađ árnar og vatnasviđ ţeirra verđi friđlýst međ lögum. Međ hliđsjón af flokkunarkerfi hinna alţjóđlegu náttúruverndarsamtaka IUCN er lagt til ađ svćđiđ geti falliđ ađ V. friđlýsingarflokki. Nánari skilgreining ţessa verndarstigs er á ţessa leiđ: Landsvćđi, ásamt strönd eđa sjó eftir ţví sem viđ á, ţar sem samskipti manns og náttúru í gegnum tíđina hafa gert svćđiđ sérstćtt, fagurfrćđilega, vistfrćđilega og/eđa menningarlega, og gjarnan međ mjög fjölbreyttu lífríki. Varđveisla ţessara hefđbundnu samskipta í heild sinni er nauđsynleg fyrir verndun, viđhald og ţróun slíks svćđis.
Skín viđ sólu Skagafjörđur
Segja má ađ viđhorf ţeirra sem vilja vernda vatnasvćđi ánna speglist vel í ljóđlínum Stefáns Vagnssonar frá Hjaltastöđum (1889-1963) úr kvćđinu Blönduhlíđ:Međan Vötnin ólgandi ađ ósum sínum renna,
iđgrćnn breiđist gróđur um sléttur, hćđ og laut,
geislar árdagssólar á bröttum tindum brenna,
blessun Drottins ríkulega falli ţér í skaut.
Jökulsárnar í Skagafirđi eru mikilvćgar fyrir lífkerfi hérađsins frá jöklum til sjávar. Vötnin hafa ekki ađeins mótađ skagfirska náttúru heldur einnig skagfirska menningu og daglegt líf. Ţau eru lífćđ Skagafjarđar.
Í ljósi ţessa er ţingsályktunartillagan um friđun Austari- og Vestari-Jökulsár flutt.
Vernd Jökulsánna baráttan heldur áfram
Hérađsvötnin og Jökulsárnar í Skagafirđi voru síđan metin í hćsta verndarflokki hjá Verkefnastjórn rammaáćtlunar. Ţví faglega mati er alţingi nú ađ hnekkja međ pólitískum hrossakaupum.Viđ unnendur Jökulsánna í Skagafirđi krefjumst ţess ađ vatnasviđ Hérađsvatna, Jökulsárnar í Skagafirđi, verđi áfram í vernd.
Höfundur er fyrrverandi bóndi, ţingmađur, ráđherra og skólastjóri á Hólum í Hjaltadal.