Laugardagur, 5. júní 2021
Landsvirkjun kyndir verðbólguna með stórhækkun raforku
Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins á Landsvirkjun samþykkti gríðarlega hækkun á heildsöluverði rafmagns á aðalfundi félagsins nýverið. Samtímis var einnig samþykkt að greiða út 6,36 milljarða arð.
Maður skyldi halda að hlutverk fjármálaráðherra væri að hamla gegn verðbólgu frekar en kynda hana með stórum verðhækkunum.
Landsvirkjun þarf að rökstyðja gríðarlega hækkun raforku til almennings í góðæri félagsins
Engin skýring er gefin á því hversvegna Landsvirkjun þarf að hækka svo verðskrá sína. 7,5 til 15%, hækkun leggst eingöngu á heimili og minni notendur í landinu. Samningar um raforkuverð við stórnotendur eins og álver fylgja öðrum reglum eins og álverði.
"Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar"
Álverin þrjú á Íslandi, Ísal í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa á Reyðarfirði, eru stærstu orkukaupendur landsins og afkoma þeirra hefur mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það er því sérlega áhugavert að sjá verðþróun áls á heimsmarkaði undanfarna tólf mánuði en um hana var fjallað í fréttum Stöðvar 2.
Í maímánuði í fyrra fór álverð niður undir 1.400 dollara á tonnið en hefur í þessum mánuði farið vel yfir 2.500 dollara. Hækkunin á einu ári er um áttatíu prósent.
Hjá Landsvirkjun sér forstjórinn fram á hærri tekjur fyrirtækisins en orkusamningar við Alcoa og Rio Tinto eru tengdir álverði.
Þetta munar miklu. Þetta eru stórir samningar. Þetta eru tveir okkar stærstu samningar sem eru tengdir þessu. Og ef magnið eykst líka þá aukast tekjurnar, segir Hörður Arnarson.
Svo er þriðji samningurinn, við Norðurál. Hann er tengdur raforkuverði í Evrópu og þar hafa verið mjög miklar hækkanir á raforkuverði, í öðrum löndum.
Verðhækkanir Landsvirkjunar kynda verðbólguna?
Þegar þessar fréttir eru skoðaðar verður enn óskiljanlegra að hækka þurfi heildsöluverð á raforku til almennra notenda á Íslandi.
Skýringa er þörf
Í ljósi svo stóraukinna tekna Landsvirkjunar af raforku til álvera , hárra arðgreiðslna til ríkisins ætti frekar að skapst svigrum til að lækka raforkuverð til heimila á Íslandi. (
Ég hygg að Þjóðin vilji að Landsvirkjun taki ábyrgan þátt í að bæta lífskjör, halda uppi kaupmætti og lemja á verðbólgunni.
Orkupakki ESB þrengir að Landsvirkjun?
Er það hinni nýji Orkupakki ESB sem knýr Landsvirkjun til þess að stórhækka verð á raforku til heimilanna í landinu og kynda verðbólguna. Landsvirkjun verður að skýra órökstuddar verðhækkanir sínar til almenningsveitna í landini
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. júní 2021
Landsvirkjun stór hækkar orkuverð
Hvað er að ? Landsvirkjun stórhækkar heildsöluverð á raforku þvert á áskoranir um að halda slíkum hækkunum í skefjum.
Nemur hækkunin 7,5 til 15 %.
Landsvirkjun er langstærsti framleiðandi raforku á Íslandi. Nú er vitað að verð á raforku er bundið við alla stærstu notendur í stóriðju.
Lítill hluti notenda, almenningur og venjuleg fyrirtæki í landinu verða að taka á sig alla þessa hækkun.
Hún mun síðan fara út í verð á raforku í veldisvexti til almennings.
Landsvirkjun skilar milljarða arði í ríkissjóð.
Væri ekki nær að lækka arðsemiskröfuna nú þegar keppst er við að halda verðhækkunum og verðbólgu niðri.
Kjarasamningar, svokallaðir "lífskjarasamningar" lögðu einmitt áherslu á að þjónustufyrirtæki héldu aftur af sér í hækkunum
Hækkun á raforku fer beint inn í hækkun verðbólgu, hækkun húsnæðisvaxta, hækkun verðtryggðra lána og skerðir samkeppnis stöðu.
Hvað segja launþegasamtök við þessum stóru hækkunum án rökstuðnings
Er verið að búa Landsvirkjun undir einkavæðingu og sölu
Það er eitthvert bogið við þegar Landsvirkjun, þjónustu fyrirtæki almennings í landinu gengur á undan í verðhækkunum þegar áskorun allra beinist í hið gagnstæða
![]() |
Raforkuverð tekur kipp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)