"Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi"

Olíuverð hefur fallið mjög á heimsmarkaði síðustu vikur en ekki verður þess vart á dælum hér á landi,

"Al­menn­ing­ur borg­ar alltaf

Þótt heims­markaðsverð falli get­ur tekið marg­ar vik­ur – jafn­vel mánuði – fyr­ir áhrif­in að skila sér að fullu í dælu­verð hér á landi.

Hins veg­ar virðist verðlagn­ing­in vera næm­ari fyr­ir hækk­un­um." !!

Sá sýndarveruleiki sem er í kringum olíuverslun á Íslandi- að um sé samkeppni sem ekki sést-  sannast vel á bensin og olíudælum landsmanna þessa dagana.

Gengi krónunnar hækkar, oliuverð  á heimsmarkaði lækkar en  bensinstútarnir á Íslandi heimta sitt á fullu. 

Og olíusamtryggingarfélögin raka til sín arðinum.

Eitt ríkisolíufélag- samkeppnin er hvort eð er engin.

Væri ef til vill þjóðhagslega best að þjóðnýta oliufélögin og hætta þessum leikaraskap og samtryggingu gróðafélagana með einu öflugu ríkisolíufyrirtæki sem ræki alla olíuverslun í landinu 

Þannig að gróðinn færi beint til ríkisins en ekki til eigenda þessara fyrirtækja sem nú maka krókinn á kostnað almennings og fyrirtækja í landinu.

 


mbl.is Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. Maí - Baráttan um fullveldi og auðlindir

Gleðilegan baráttudag.

„Sterk sér­hags­muna­öfl hér á landi ásæl­ast ork­una, landið, vatnið, vind­inn, jarðvarmann.

Við eig­um eft­ir að sjá harðnandi átök um þess­ar auðlind­ir þjóðar­inn­ar í ná­inni framtíð og mik­il­vægt er að verka­lýðshreyf­ing­in og önn­ur sam­tök um al­manna­heill haldi vöku sinni og standi sam­an í þeirri bar­áttu,“ 

Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambands sendi hvassyrt ávarp í tilefni baráttudagsins

Orðum fylgir krafa um athafnir

Stöðvum orkupakka ESB og markaðsvæðingu almannaþjónustu og einkvæðingu náttúruauðlinda landsins.  

Segjum okkur frá EES samningmum, ofríki ESA dómstólsins,.  Hættum gælum við inngöngu í ESB: Innleiðum ekki kröfur og regluverk ESB á færibandi

  Stöndum með almenningi.

Þetta er  í raun inntak ræðu verkalýðsforingjans.

Undir þetta er svo sannarlega hægt að taka.

En þá er að fylgja orðum sínum eftir á Alþingi

Stöðva bókun 35 um framsal á dómsvaldi til EES/ESB

Innleiðum ekki kröfur EES/ESB hugsunarlaust á færibandi.   Höfnum orkupökkum ESB sem krefjast uppstokkun á Landsvirkjun og fullkominni markaðsvæðingu raforkuframleiðslu, dreifingu og sölu, Orkan er grunnur almannþjónustu landsins.

Stöndum í lappirnar og verjum okkar fólk og lífskjör - Fullveldi þjóðarinnar

Ég treysti forseta Alþýðusambands Íslands til þess að fylgja orðum sínum eftir.

Fátt fannst mér ómerkilegra á Alþingi en þegar þingmenn sögðu eitt á torgum og úti meðal almennings og svo allt annað inni á þingi.:

"„Sterk sér­hags­muna­öfl hér á landi ásæl­ast ork­una, landið, vatnið, vind­inn, jarðvarmann.

Við eig­um eft­ir að sjá harðnandi átök um þess­ar auðlind­ir þjóðar­inn­ar í ná­inni framtíð og mik­il­vægt er að verka­lýðshreyf­ing­in og önn­ur sam­tök um al­manna­heill haldi vöku sinni og standi sam­an í þeirri bar­áttu,“ skrif­ar hann." Sagði Finnbjörn Hermannsson 

Ég er honum sammmála.  Og hvet fólk, þingmenn og ríkisstjórn  til þes að lesa þetta snarpa ákall forseta Alþýðusambansins.

Þá er að standa með stórum orðum og beita aflinu fyrir fullveldi þjóðarinnar

 


mbl.is „Gigg-hagkerfð“ atlaga að siðuðu samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband