Leynifundur í ráðuneyti J- listinn gegn inngöngu í ESB

 Regnboginn - J listinn-  framboð um fullveldi Íslands berst gegn inngöngu Íslands í ESB og setur það mál á oddinn í kosningabaráttunni.

Önnur stjórnmálasamtök gera sér far um að þegja ESB umsóknina af sér í kosningabaráttunni. Þetta er þó eitt stærsta málið sem þjóðin stendur frammi fyrir. Vill þjóðin leika sér með fullveldið og sjálfstæðið? Ég held ekki. 

 Reynsla kjósenda Vg við síðustu kosningar og loforð frambjóðenda flokksins um að ekki yrði sótt um aðild að ESB  stendur sjálfssagt í öðrum flokkum og þess vegna er  hræðsla við að ræða alvöru þess.

 Það er dýrt að svíkja loforð sérstaklega ef það lýtur að stofnskrá og grunnhugsjón sem stjórnmálasamtök eins og Vg var stofnað um.

Eitt er víst að umsóknin um inngöngu í ESB er á á fullri ferð og verður það ef ekki næst strax viðspyrna.

Það var "skálað" í Brussel þegar mér var vikið úr ráðherrastól vegna þess að ég hafnaði því að breyta íslenskum landbúnaði samkvæmt kröfu ESB í samningaferlinu enda hafði Alþingi ekki heimilað það.

Og skósveinar ESB og umsóknarferilsins eru býsna brattir og sjálfsöryggir með að ná niður erkifjandanum:

"Jón Bjarnason stöðvaði aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið með því að neita kröfum ESB um breytingar á landbúnaðarkerfinu. Þetta sagði Stefán Haukur Jóhannesson á sérstökum fundi ESB-sinna í utanríkisráðuneytinu fyrir nokkrum dögum". Leynifundur í ráðuneyti: Jón Bjarna skotmark

 Ég veit alveg hvað gekk á og um þann fögnuð sem ríkti hjá hinum ESB sinnuðu ráðherrum í ríksstjórn er þeir höfðu sitt fram. Ég veit líka að við siglum hraðbyri inn í ESB ef ekki verður sagt stopp. Þess vegna vill Regboginn - framboð um fullveldi og  sjálfstæði Íslands hætta þesum aðlögunarviðræðum sem þjóðin hefur sýnt í skoðanakönnunum að hún er alfarið á móti. Það þarf húna að staðfesta í kosningum með x J.

 

 

 


Beðið eftir makrílúthlutun

Sjómenn og útgerðir eru orðnir langeyir að bíða eftir ákvörðun um skiftingu makrílkvótans.

Það styttist í makrílvertíðina og bæði útgerðir og vinnslur þurfa tíma til að útbúa sig fyrir veiðarnar.

Reynsla síðustu ára sýnir að aukin hlutdeild smærri báta, dagróðra og landvinnslu eykur verðmæti makrílsins, skilar hágæðavöru í flökum og frystingu og skapar mikla atvinnu í þeim sjávarbyggðum sem njóta veiðanna og vinnslunnar í landi.

 Eðlilegt er því að auka bæði magn og  hlutdeild þesara veiða og landvinnslunnar af heildaraflaheimildum í makrílnum.

Ég lagði aukna á herslu á þessa þætti í minni ráðherratíð og vildi gera hlut dagróðranna og landvinnslunnar sem mestan í makrílveiðunum.  Landsamband smábátaeigenda hefur sett fram skýrar og vel rökstuddar óskir í þessum efnum.

Það er því eðlilegt að bæði sjómenn, fiskvinnslur og útgerðir vilji fara að sjá hver hlutur þeirra verður í makrílveiðunum

 

 


SVÞ -Vilja flytja inn atvinnuleysi EVRU- landanna ?

 

Ofstæki ESB sinnanna hjá Samtökum verslunar og þjónustu í garð íslensks landbúnaðar tekur á sig ýmsar myndir. Í fréttum Ruv í gær réðist framkvæmdastjórinn á starfsfólk í svinakjöts- og fuglakjötsframleiðslu hér á landi.- Það ætti að leggja þessar atvinnugreinar niður vegna þess að í sumum stöfum væru útlendingar. Óviðeigandi ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu

 Óvíða er fákeppni meiri en í verslun með matvörur hér á landi.  Stærstu verslunarkeðjurnar dreymir um að opna fyrir óheftan innflutning á kjötvörum og ná hér hreinni einokunaraðstöðu á innflutningi, sölu og dreifingu á kjötvörum hér á landi. Ekki myndi þá verðið lækka !.

Fæðuöryggi er hluti af sjálfstæði þjóðar

Gæði- hollusta og fæðuöryggi- atvinna fjölda fólks varðar þá litlu. Ég veit að þessir  háværu talsmenn SVÞ og ESB  tala ekki fyrir munn allra verslunareigenda í landinu.

 Hinsvegar gengur örvæntingaráróður þeirra langt þegar farið er að tala niður til starfsfólks í greininni.  Vilja þeir virkilega flytja inn atvinnuleysi EVRU landanna?.

 Þessi málflutningur ESB- sinnanna hjá S.V.Þ í garð innlendrar matvælaframleiðslu og fólksins sem þar vinnur er forkastanlegur.

Ég tek undir með Aðalsteini Á. Baldurssyni form. Verkalýðsfélagsins Framsýnar þar sem hann krefst afsökunar frá samtökum Verslunar og þjónustu vegna ummæla framkvæmdastjórans. Óviðeigandi ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu


Atvinnuleysið gríðarlegt á Evrusvæðinu

Hann er hreint ótrúlegur og óábyrgur áróður þeirra sem halda því fram að upptaka evru og innganga í ESB sé allra meina bót fyrir íslenskt hagkerfi, og ekki hvað síst fyrir almenning - launafólk í landinu. "Atvinnuleysi mælist nú 12% á evru-svæðinu og hefur aldrei verið meira frá stofnun myntbandalags Evrópu árið 1999. Það þýðir að yfir 19 milljónir íbúa í ríkjunum 17 eru án atvinnu". Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðisins

Með eigin gjaldmiðli og sjálfstjórn getum við stýrt samfélaginu okkar , atvinnulífifinu, verndun og  ráðstöfun náttúruauðlinda,  forgangsraðað  á okkar eigin forsendum.

 Vissulega verða okkur á mistök og margt verður hér að bæta , auka jöfnuð , forgangsraða  í þágu velferðar, heilbrigðisþjónustu  menntamála og taka til baka skerðingar á  kjörum  aldraðra og  öryrkja . En þetta eru að stórum hluta verk okkar sjálfra sem við getum bætt úr.

Hverjum finndist  betra að vera ofurseldur erlendu  ákvarðunarvaldi í Brussel og fá hér suðurevrópskt ástand í atvinnumálum?. Atvinnuleysi meðal ungsfólks á Spáni er yfir 50%.

Er það þetta ástand sem ESB sinnar vilja innleiða hér á landi þegar þeir kalla eftir ESB aðild og evru.?

 Við megum ekki leika okkur með fjöregg þjóðarinnar.  Munum að sjálfstæðið er sívirk auðlind sem ekki má fórna.

Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðisins

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband