Fimmtudagur, 25. mars 2021
Lekann á landamærum verður að stöðva
Veit nokkur núna nákvæmlega hvaða reglur gilda um eftirlit á landamærunum gagnvart Covið? Spurningar vakna eftir upplýsingafund
Hver fær að komast inn í landið: með bólusetningavottorð, PCR próf, hver eru í raun aldursmörk á sýna tökum og sóttkví osfrv.?
Hvar byrjar sóttkvíin og hverjir eru skyldaðir í sóttkví sem eru að koma erlendis frá. Hvernig er tryggt að fólk fari beint í sóttkví og sé ekki að blanda geði við aðra. Eða sótt af ættingjum, vinum eða vinnuveitendum á flugvöll og hvað svo.
Er ekki hægt að opna skrifstofu fyrir Pólverja úti í Póllandi til þess að uppfylla skilyrði um skráningu og útborgun atvinnuleysisbóta?
Eina sem við vitum er að nýsmit sleppa inn í landið
Almenningur gerir sitt
Það er svo sem ágætt að hamast á almenningi úti í bæ að fara eftir reglum sem reynir af fremsta megni að verja sig og aðra.
Almenningur er ekki í utanlandsferðum og takmarkar umgengni við sína nánustu.
Við verðum síðan að hlusta stöðugt á frásagnir af óskýru landamæraeftirliti, loforðakapphlaupi sem er á ábyrgð ríkisins en leiðir veiruna inn í landið.
Stórt flutningaskip beint frá Brasilíu kemst óátalið inn í íslenska lögsögu og til hafnar með fárveika skipshöfn.
Hvernig er með einkaflugið beint erlendis frá?. " Sérstakar undanþágur" sem utantíkisráðuneytið veitir? Svona mætti áfram spyrja.
Covið-lekann á landamærum verður að stöðva
Kári Stefánsson hefur lýst hvað þurfi að gera.
Stjórnvöld hafa í mörgu staðið sig afar vel
En þessu væli um Covið leka á landamærum verður bara að linna og yfirvöld að girða sig í brók hvað landamæravörsluna varðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. mars 2021
Nú þekki ég "mína" í ESB
"ESB vill stöðva flutning á bóluefni til Íslands"
Enn dreymir suma stjórnmálaflokka á Íslandi um að ganga í ESB. Hafa reyndar þau einu mál á stefnuskrá sinni.
ESB eru hinsvegar engin góðgerðasamtök, hafi einhver haldið það:
"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Íslands, auk annarra landa. Sérstaka heimild mun nú þurfa til að flytja bóluefni frá ríkjum sambandsins til Íslands" segir í ályktun framkvæmdastjórnar ESB í dag. ( MBL)
Forsætisráðherra sendir bréf
Forsætisráðherra Íslands neyðist til að senda forseta framkvæmdastjórnar ESB alvarlega nótu og minna hana á skuldbindingar: Gengur í berhögg við EES-samninginn. ( Var hann ekki bara til heimabrúks hjá ESB)
"Boðaðar útflutningshömlur á vörum frá Evrópusambandinu til EFTA-ríkjanna ganga í berhögg við EES-samninginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu.
Býður Íslandi að leggjast á hnén
Þar segir enn fremur að ekki sé ástæða til að ætla að nýrri reglugerð ESB verði beitt gegn Íslandi né að hún hafi einhver áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands, en forsætisráðuneytið segir að Katrín Jakobsdóttir hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þess efnis."
Þótt nú velti á að nýta allar diplomatiskar leiðir til að ná bóluefni til landsins er rétt að muna að ESB eru ekki góðgerðasamtök.
![]() |
ESB bannar flutning bóluefna til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. mars 2021
Eftir hverju er beðið
Nú þarf að bregðast hart við og stöðva útbreiðslu smitsins.
Það er óneitanlega sorglegt að sóttvarnalæknir skuli enn kvarta yfir lélegu landamæraeftirliti. Fólk sem á að fara í sóttkví er sótt á flugvöllinn af ættingjum, eftirfylgni með sóttkví sé ábótavant.
Samtímis er bent á um 25 % atvinnuleysi á Suðurnesjum, en samt kvartar lögreglustjórinn yfir að ekki sé hægt að manna eftirlitið á landamærum.
Fermingarveislur - starfsmannagleðir- árshátíðir
Stjórnvöld fara á taugum?.
Einstaka stjórnvöld beita miklum þrýstingi í eftirgjöf á sóttvörnum innanlands sem á landamærum.
Fermingarveislur, starfsmannagleðir komnar á fullt. Ábyrgðin er stjórnvalda .
"Á þriðja hundrað í sóttkví vegna órekjanlegra smita"
Menn veifa bólusetningavottorðum, en samt er vitað að slík bólusetning veitir ekki nema um 80% vernd.
Hvað með hin 20% sem bólusetning virkar ekki á.
Bólusetning innanlands gengur afar hægt
Smit er komið og staðfest í tveim skólum og hundruð komin í sóttkví.
Margur spyr sig nú eftir hverju er beðið með víðtækar aðgerðir til að stöðva smitið.
"Sóttvarnayfirvöld hugsa málið"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)