Lekann á landamærum verður að stöðva

Veit nokkur núna nákvæmlega hvaða reglur gilda um eftirlit á landamærunum  gagnvart Covið?  Spurningar vakna eftir upplýsingafund

Hver fær að komast inn í landið: með  bólusetningavottorð, PCR próf, hver eru í raun aldursmörk á sýna tökum og sóttkví osfrv.?

Hvar byrjar sóttkvíin og hverjir eru skyldaðir í sóttkví sem eru að koma erlendis frá.  Hvernig er tryggt að fólk fari beint í sóttkví og sé ekki að blanda geði við aðra. Eða sótt af ættingjum, vinum eða vinnuveitendum á flugvöll og hvað svo.

Er ekki hægt að opna skrifstofu fyrir Pólverja úti í Póllandi til þess að uppfylla skilyrði um skráningu og útborgun atvinnuleysisbóta?

Eina sem við vitum er að nýsmit sleppa inn í landið

Almenningur gerir sitt 

  Það er svo sem ágætt að hamast á almenningi úti í bæ að fara eftir reglum  sem reynir af fremsta megni að verja sig og aðra.

Almenningur er ekki í utanlandsferðum og takmarkar umgengni við sína nánustu.

Við verðum síðan að hlusta stöðugt á frásagnir af óskýru landamæraeftirliti, loforðakapphlaupi sem er á ábyrgð ríkisins en leiðir veiruna inn í landið.

Stórt flutningaskip beint frá Brasilíu kemst óátalið  inn í íslenska lögsögu og til hafnar með fárveika skipshöfn.

Hvernig er með einkaflugið beint erlendis frá?. " Sérstakar undanþágur" sem utantíkisráðuneytið veitir?   Svona mætti áfram spyrja.

Covið-lekann á landamærum verður að stöðva 

Kári Stefánsson hefur lýst hvað þurfi að gera. 

Stjórnvöld hafa í mörgu staðið sig afar vel

En þessu væli um  Covið leka á landamærum  verður bara að linna og yfirvöld að girða sig í brók hvað landamæravörsluna varðar. 

 

 


Nú þekki ég "mína" í ESB

 "ESB vill stöðva flutning á bóluefni til Íslands"

Enn dreymir suma stjórnmálaflokka á Íslandi um að ganga í ESB. Hafa reyndar þau einu mál á stefnuskrá sinni.

ESB eru hinsvegar engin góðgerðasamtök, hafi einhver haldið það:

"Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ákveðið að banna út­flutn­ing á bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni til Íslands, auk annarra landa. Sér­staka heim­ild mun nú þurfa til að flytja bólu­efni frá ríkj­um sam­bands­ins til Íslands" segir í ályktun framkvæmdastjórnar ESB í dag. ( MBL)

Forsætisráðherra sendir bréf

 Forsætisráðherra Íslands neyðist til að senda forseta framkvæmdastjórnar ESB alvarlega nótu og minna hana á skuldbindingar: Geng­ur í ber­högg við EES-samn­ing­inn. ( Var hann ekki bara til heimabrúks hjá ESB)

"Boðaðar út­flutn­ings­höml­ur á vör­um frá Evr­ópu­sam­band­inu til EFTA-ríkj­anna ganga í ber­högg við EES-samn­ing­inn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Býður Íslandi að leggjast á hnén

Þar seg­ir enn frem­ur að ekki sé ástæða til að ætla að nýrri reglu­gerð ESB verði beitt gegn Íslandi né að hún hafi ein­hver áhrif á af­hend­ing­ar bólu­efna til Íslands, en for­sæt­is­ráðuneytið seg­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi í dag fengið skýr skila­boð frá Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, þess efn­is."

Þótt nú velti á að nýta allar diplomatiskar leiðir til að ná bóluefni til landsins  er rétt að muna að ESB eru ekki góðgerðasamtök.

 


mbl.is ESB bannar flutning bóluefna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverju er beðið

Nú þarf að bregðast hart við og stöðva útbreiðslu  smitsins.

Það er óneitanlega sorglegt að sóttvarnalæknir skuli enn kvarta yfir lélegu landamæraeftirliti.  Fólk sem á að fara í sóttkví er sótt á flugvöllinn af ættingjum, eftirfylgni með sóttkví sé ábótavant.

Samtímis er bent á um 25 % atvinnuleysi á Suðurnesjum, en samt kvartar lögreglustjórinn yfir að ekki sé hægt að manna eftirlitið á landamærum.

Fermingarveislur - starfsmannagleðir-  árshátíðir 

Stjórnvöld fara á taugum?.

Einstaka stjórnvöld beita miklum þrýstingi í eftirgjöf á sóttvörnum innanlands sem á landamærum.

Fermingarveislur, starfsmannagleðir komnar á fullt. Ábyrgðin er stjórnvalda . 

"Á þriðja hundrað í sóttkví vegna órekjanlegra smita"

Menn veifa bólusetningavottorðum, en samt er vitað að slík bólusetning veitir ekki nema um 80% vernd.

Hvað með hin 20% sem bólusetning virkar ekki á.

Bólusetning innanlands gengur afar hægt   

Smit er komið og staðfest í tveim skólum og hundruð komin í sóttkví. 

Margur spyr sig nú eftir hverju er beðið með víðtækar aðgerðir til að stöðva smitið.

"Sóttvarnayfirvöld hugsa málið"


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband