RARIK afturkalli hækkanir!

 Rafmagnsveitur Ríkisins hækkuðu flutnings- og dreifikostnað rafmagns um 15- 40 % um síðustu áramót. Engin viðvörun eða tilkynning var send um það til viðskiptavina. Um  helmingur raforkukostnaðar almennra notenda er flutningskostnaður.

Hlutfallsleg hækkun raforkukostnaðar  verður enn meiri í dreifbýli og þar sem kynt er með rafmagni.  Þessar gífurlegu hækkanir koma eins og köld vatnsgusa yfir almenning í landinu sem nú verður að taka á sig miklar kjaraskerðingar  óbætt. 

 Almennur atvinnurekstur og heimilin í landinu verða nú að borga  niðurgreiðsluna á rafmanginu til álfyritækjanna og herkostnaðinn af markaðsvæðingu raforkukerfisins frá ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 

 Þessi hækkun ein getur  numið milli 100 og 200 þús. á ári fyrir hvert heimili á þjónustusvæði Rarik.  Samtímis gefur ríkisstjórn Sjálfsatæðisflokks og Samfylkingar út tilmæli til fyritækja og sveitarfélaga um að  halda aftur af sér með hækkanir á þjónustu. Af þessu tilefni  hef ég  óskað eftir fundi í Fjárlaganefnd Alþingis um þessar hækkanir og krafist þess að Rarik afturkalli þessar hækkanir uns  Alþingi hefur fjallað um málið:   

  Krefst fundar um verðskrárhækkanir:

Undirritaður, óska hér með eftir fundi  í Fjárlaganefnd i til að ræða allt að 40% hækkun á dreifingarkostnaði raforku til neytenda frá 1. janúar 2009. Þessi  gríðarlega hækkun var ekki kynnt við umræður  afgreiðslu fjárlaga fyrir nokkrum dögum síðan. Þess er krafist  að hækkunin komi ekki til framkvæmda fyrr en Alþingi hefur fjallað um málið í fjárlaga- og iðnaðarnefnd.Hækkunin kemur til viðbótar því að framlög til jöfnunar orkuverðs í strjálbýli hafa skerst  að raungildi  undanförnum árum, auk þess sem niðurgreiðsla til rafhitunar á svokölluðum köldum svæðum voru skornar niður um 200 milljónir króna á fjárlögum fyrir árið 2009. Samtals getur því verið um að ræða um tuga prósenta  hækkun á rafmagnskostnaði á sumum heimilum  einkum til sveita.

Rétt er að minna á að RARIK er þjónustustofnun í 100% eigu ríkisins en ríkisstjórnin hefur einmitt hvatt til þess að verðskrárhækkunum verði haldið í lágmarki til að vinna gegn verðbólgu.“

 Legg ég áherslu á að sveitarfélög, almannasamtök  og fyritæki mótmæli þessum risahækkunum og knýi stjórnvöld til að draga þær til baka.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband