Hrós dagsins fær „Bóthildur“ í Súðavík

Sveitarstjórn Súðavíkur með Ómar Má Jónsson sveitarstjóra í farabroddi gaf öllum heimilum í hreppnum nýtt og einfalt forrit,   

  „ Bóthildi“ til að færa heimilisbókhaldið.

Það er heimamaðurinn og frumherjinn Þorsteinn Örn Gestsson sem smíðaði forritið  og leggur hann  til að það verði sent inn á hvert heimili landsins til stuðnings þeim sem vilja ná betur utan um heimilisfjármálin:

„ Þegar fjölskyldan ákvað að byrja á heimilisbókhaldi vegna aðstæðna sem voru uppi, leitaði ég á netinu en fann ekkert nógu og gott.  Ég ákvað því að smíða mitt eigið forrit.  Það er fallegt og gott og alveg eins og ég vil hafa það. .. Helst vildi ég að ríkisstjórnin tæki Bóthildi og sendi inn á öll heimili landsins.  Það myndi hjálpa fólki að takast á við fjárhagserfiðleikana“ segir Þorvaldur Örn í viðtali við Morgunblaðið í dag. – Góð hugmynd sem sjálfssagt er að fylgja eftir.

Súðvíkingar hafa löngum gengið á undan í nýjungum og gefið dýrmæt fordæmi í félagshyggju og samhjálp meðal íbúanna.  

Súðvíkingar urðu t.d. fyrsta sveitarfélagið á landinu til að bjóða formlega  upp á gjaldfrjálsan leikskóla og þar starfar grunnskólinn og leikskólinn  undir sama þaki sem ein samfelld skólaheild. Eldri borgarar og fleiri sem tök hafa á koma þar  reglulega og taka þátt í leikskólastarfinu með uplestri og leikjum.

Þótt Súðvíkingar kunni  sjálfssagt betur fótum sínum forráð í fjármálum en margir aðrir landsmenn er þetta framtak þeirra til fyrirmyndar og sveitarstjórnin á svo sannarlega hrós skilið.  

Með baráttukveðjum til Súðvíkinga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband