Fum og stefnuleysi stjórnvalda er að setja allt í þrot

 Allir þingmenn fengu meðf. bréf í tölvupósti í kvöld. Þar er rakið stuttlega hvernig aðgerðaleysi, stefnuleysi og sundurlyndi ríkisstjórnar Geirs Haarde er að setja allt atvinnulíf og mörg heimili í þrot. Ríkisstjórnin kemur engu í verk. Þolinmæðin er á þrotum :  

 "Ágætu þingmenn og ráðherrar, Gunnlaugur Kristinsson heiti ég og er löggiltur endurskoðandi.  Ég er endurskoðandi fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þá sérstaklega á Norðurlandi.  Staða flestra þeirra er orðin verulega alvarleg og einsýnt að mörg þeirra fara í þrot innan mjög skamms tíma.  Tel ég þar niður í vikum frekar en mánuðum.  Stærsta bráðavandamálið er alger lausfjárskortur þannig að fyrirtækin geta ekki lengur greitt fyrir vörur og nauðsynlega þjónustu, hvað þá skatta og laun til að reka sig. Í mörgum tilfellum er um að ræða fyrirtæki sem ég hef hingað til talið vera lífvænleg og eiga framtíð fyrir sér.  Í ljósi þeirrar stöðu hafði ég samband við Viðskiptaráðuneytið til að lýsa áhyggjum mínum og krefjast svara um það hvaða vinna væri í gangi til að koma í veg fyrir þau hörmulegu áhrif sem væntanleg gjaldþrotahrina fyrirtækja hefði í för með sér.  Þá krafðist ég einnig svara um það hvers vegna auglýst fyrirmæli frá ráðuneytinu um frystingu erlendra lána stæðust ekki (a.m.k. gagnvart fyrirtækjum).  Við hinum auglýstu fyrirmælum fékk ég ekkert svar en á móti fékk ég neðangreindan tölvupóst um þær “björgunaraðgerðir” sem eru í gangi.  Því miður verð ég að lýsa miklum vonbrigðum með þessar aðgerðir og eru þær ekki til þess fallnar að minnka þær áhyggjur sem ég ber í brjósti. Því beini ég eftirfarandi spurningu til ykkar:  Eru einhverjar aðgerðir í gangi til að verjast fyrirsjáanlegri gjaldþrotahrinu fyrirtækja í landinu?  Þeirri spruningu verður að svara strax þannig að hægt sé að fara í nauðsynlegar aðgerðir til að mæta aðsteðjandi vanda og lágmarka það tjón sem þegar hefur orðið og framundan er við óbreytt ástand. Virðingarfyllst, Gunnlaugur KristinssonLöggiltur endurskoðandiGK endurskoðun ehf.Hafnarstræti 97600 Akureyriwww.samvirkni.is  
From: astridur.johannesdottir@vrn.stjr.is [mailto:astridur.johannesdottir@vrn.stjr.is]
Sent: 4. nóvember 2008 12:56
To: Gunnlaugur Kristinsson
Subject: Fyrirtækin
 


Sæll Gunnlaugur

Til þess að fylgja samtali okkar áðan eftir þá á sér stað margvísleg vinna varðandi fjármálaerfiðleika fyrirtækja.  Þannig er verið að skoða gjaldeyrismálin hjá Seðlabankanum, Samkeppniseftirlitið hefur breytt um áherslur og leggur mikla áherslu á ráðgjöf og að forða samkeppnislegum neikvæðum áhrifum.  Það hefur verið fundað með bönkunum um málið þannig að víða er unnið að úrbótum. Einnig er margvíslegt starf í gangi á vegum Samtaka atvinnulífsins, www.sa.is "

Það eru komnar 5 vikur síðan bankarnir voru settir í þrot og og ekkert er gert nema að hækka vexti um 50% til að sliga endanlega fyritækin og heimili í landinu.

Ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar  situr með hendur í skauti, rúin trausti meðan heimili og atvinnulíf í landinu brenna.

Við þurfum nýja ríkisstjórn sem getur endurunnið traust þjóðarinnar og  hefur dug til að takast á við þau gríðarlegu verkefni sem við stöndum frammi fyrir  N Ú N A



 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband