Vinnuveitandinn borgar - en ekki fyrir alla !

Bílastæðagjöld í miðbænum hækka um tugi prósenta.

Ríkisútvarpið fjallaði um málið í kvöldfréttum. 

Besta svarið frá vegfarenda var á þá leið að þetta væri það sem koma skal.

  Hver borgar svo daggjaldið fyrir bílinn?.

"Ég er svo heppinn að vinnuveitandinn borgar"

Gott innlegg í verðbólguna! 

(Valur Grettisson 2. október 2023 kl. 19:53 ruv)

"Í stuttu máli hækkar gjald úr 430 krónum upp í 600 krónur á klukkustund á Laugaveginum og nánasta nágrenni, en það er um fjörutíu prósenta hækkun. Þá má aðeins leggja í þrjár klukku­stund­ir í senn.

Þá er gjaldskylda lengd til klukkan níu alla daga og við bætast sunnudagar, þá er skylt að greiða milli tíu á morgnana og níu á kvöldin.

Besta svarið frá vegfarenda var á þa leið að þetta væri það sem koma skal.  Hver borgar svo fyrir daggjaldið fyrir bílinn.

"Ég er svo heppinn að vinnuveitandinn borgar" svaraði viðmælandinn vandræðalega.

Borgin kyndir verðbólguna

„Fjörutíu prósent hækkun er mjög mikið, vægt til orða tekið. Maður gæti haldið að þetta væru verðbólgutölur í Venesúela. En að öllu gríni slepptu þá mun þetta koma illa við mjög marga sem leggja í bænum, fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu og svo auðvitað fyrir þá sem þar búa,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 

Já það eru margir sem ætla að hækka þjónustuna á undan verðbólgunni.

Við gamla fólkið á Elliheimilnu Grund er sagt. "Haldið ykkur inni og látið ekki ættingja vera að trufla. Það kostar pening í bílastæðið".

Og ekki eru allir starfsmenn "svo heppnir að vinnuveitandinn borgi bílastæðagjaldið" 

" Erum við ekki öll saman að kveða niður verðbólguna".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband