Bjölluat í ESB -einu sinni enn

" Hættulegustu óvinir sérhverrar þjóðar eru æfinlega innlendir umboðsmenn sem geingið hafa hinu erlenda kúgunarvaldi á hönd og reka erindi þess innnanlands" 

Sagði Halldór Kiljan Laxnes í hátíðarræðu 1. des 1935"

Mér verður hugsað til þessara orða Nóbelsskáldsins  þegar enn á ný er flutt þingsályktunar  tillaga um að halda áfram með umsóknina að ESB frá 2009.

Aðildarskilmálar að ESB liggja allir fyrir.

  Þingmenn geta ekki leikið þann leik aftur frá 2009 að bregða fyrir sig fávisku-  vita ekki - og þurfa að "kíkja" í pakkann.

Umsóknin sem send var 2009 er fyrirvaralaus og hljóðaði upp á beiðni um inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt forsendum þess og skilmálum.

ESB  tekur ekki við umsókn með fyrirvörum og samþykkti aðlögunar ferlið sem þá hófst.

Þar var aðeins spurning um tímasetningar á innleiðingu reglna ESB.

Þess vegna varð Ísland að afturkalla umsóknina sem slíka.

Hollt er að vitna aftur til orða Nóbelsskáldsins um fjöreggið og fullveldið

Alvarlegasta aðförin að sjálfstæði þjóðarinnar hin síðari ár var þessi fyrirvaralausa umsókn, beiðni um inngöngu  Íslands í ESB, sem send var sumarið 2009.

Hefði sú umsókn og beiðni náð fram að ganga eins og stuðningsmenn hennar  börðust fyrir, værum við nú ekki að fagna 70 ára Lýðveldisafmæli, fullveldi sem sjálfstæð þjóð á næsta ári. Svo tæpt getur þetta fjöregg okkar staðið óbrotið.

Ef þingmönnum finnst eitthvað enn óljóst ættu þeir fyrst að lesa skilmála og reglur ESB  áður en borin er fram slík tillaga. 

Einstaklingar skipa sér í fylkingar með eða móti aðild að ESB en skilmálarnir liggja fyrir

Spurning í þjóðaratkvæðagreiðslu getur aðeins verið ein:

"Vilt þú að Ísland gangi í ESB eða ekki". 

Annað eru hreint ósvifnar blekkingar


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband