Forsetinn nýtur vinsælda

Um 50% ( 47,8) prósent landsmanna eru frekar eða mjög ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Aðeins fjórðungur er óánægður með störf hans, samkvæmt nýrri könnun MMR. 

Stuðningsfólk flokkanna sem stóðu að ESB umsókninni og Icesave samningunum eru minnst ánægðir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta.

Þarf það ekki að koma á óvart þegar horft er til þeirra átaka sem urðu um þessi tvö mál á síðasta kjörtímabili meðal þjóðarinnar og atbeina forsetans:

55% kjósenda Samfylkingarinnar og 49% stuðningsfólks Vinstri grænna er frekar eða mjög óánægt með störf forsetans samkvæmt nýrri könnun MMR.

En þar sem stuðningur við þessa flokka hefur dregist svo saman hefur afstaða kjósenda þeirra lítil áhrif á heildarniðurstöðuna.

  Mest er ánægjan með störf forsetans hjá kjósendum Framsóknarflokksins  eða yfir 80%. (Forsetinn nýtur afgerandi stuðnings meðal kjósenda Framsóknarflokks)

Athyglisvert er að 56% þeirra sem ekki vilja  kjósa neinn af núverandi þingflokkum eru frekar eða mjög ánægðir með störf forsetans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband