Kolefnisfótsporin á RÚV

 Fjölmiðlapressan á Íslandi var ringluð og áttavilt gagnvart þeim stóra viðburði fyrir Ísland sem Hringborð Norðurslóða, “Arctic Circle Conference” í síðustu viku var:  (Þyrftu að planta 500 þúsund trjám)

  Hollande Frakklandsforseti og prins Albert II af Monakó voru hinsvegar ekki í vafa um mikilvægi ráðstefnunnar og miðlægt frumkvæði Íslands.

Páfinn í Róm sá sérstaka ástæðu til að senda kveðjur og heillaóskir til Hringborðsins:  ( Páfi sendi hringborði Norðurslóða kveðju)

Frumkvæði forsetans

Það er að vísu rétt að Ólafur Ragnar Grímsson hefur með orðum sínum og gjörðum ekki ávalt leikið á nótum fjölmiðla.  Má þar nefna Icesave málið, andstöðuna við inngöngu í Evrópusambandið og gangrýni á áform um framsal á fullveldi landsins í drögum að stjórnarskrá.

Ég tel þó af og frá að gengið hafi verið framhjá Rúv í aðgengi að ráðstefnunni svo ástæðulaust væri að móðgast.

Afbrýðissemi eða vankunnátta 

  Aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar voru umhverfismál og breytingar á heimskautaísnum vegna hlýnunar jarðar.

Fréttin í Ríkisútvarpinu 19.okt, sem  átti að vera  einskonar uppgjör af þess hálfu  eftir ráðstefnuna  var þó með ólíkindum.

  Þar var gert gys að ráðstefnunni og  dregið  helst fram að gestirnir með ferðum sínum  "hafi skilið eftir sig kolefnisfótspor á stærð við 200 hektara skóg" sem þeim væri nær að planta til að bæta fyrir tilstandið eins og kemur fram í meðfylgjandi frétt Rúv frá 19.okt. : Þyrftu að planta 500 þúsund trjám

Svo sannarlega skal ekki dregið úr hlut ferðalaga í loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Og kannski hefur þetta átt að vera fyndni hjá Rúv, en sem loka umfjöllun einnar stærstu ráðstefnu á heimsvísu um Norðurslóðir gat hún ekki talist það.

Þegar sálin er lítil

Áfram er í fréttinni fabulerað um stærðir á kolefnisfótsporum ráðstefnugesta eftir því hvort þeir ferðuðust á fyrsta, öðru farrými, Saga klass eða einkaþotum:.

“Miðað við upplýsingar af Vísindavefnum þyrftu fyrirlesarar því að planta minnst um 40 þúsund trjám, ef þeir vildu kolefnisjafna ferðalag sitt, eða 16 hektara skóglendi.

Þetta er fyrir utan aðstoðarmenn og fylgdarlið fyrirlesaranna og aðra erlenda gesti sem komu á Arctic Circle, en um 2000 þátttakendur frá um 50 löndum sóttu ráðstefnuna. Ef meiri hluti þeirra kom með flugvél, þyrftu þeir samtals að planta um það bil hálfri milljón trjáa til að kolefnisjafna ferðalagið.”

 Þótt rétt sé að draga athygli að þessum alvarlegu þáttum umhverfismála, sem ferðalög eru fannst mér í raun ríkisútvarpið verða sér til minnkunar í þessari aðalumfjöllun sinni um ráðstefnuna.

 Rúv ætti að telja saman kolefnisfótspor "Brüsselfaranna"!

Mér var hugsað til allra kolefnisfótsporanna hjá þeim fjölda fólks sem þáðu hundruðum ef ekki þúsundum saman boðsferðir til Brüssel til að greiða fyrir aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Kannski er kominn tíminn á að fréttastofa Ríkisútvarpsins afli gagna um þau ósköp öll og telji kolefnisfótspor "Brüsselfaranna" undanfarin ár tengt ESB - umsókninni og hvað þau hafa kostað þjóðina og alheiminn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband