Utanríkisráðherra Dana hótar Færeyingum

Lítið leggst nú fyrir utanríkisráðherra Dana þegar hann hefur í hótunum við Færeyinga vegna viðskipta þeirra við Rússa að kröfu ESB

Færeyingar standa utan Evrópusambandsins og þurfa ekki að hlíta viðskiptaþvingunum ESB gagnvart Rússum eða banninu við sölu á matvælum til Rússlands.

Samkvæmt frétt Berlingske Tidende var danski ráðherrann, Martin Lidegård  lítt hrifinn af ferð lögmanns Færeyja til Moskvu á dögunum að semja um aukna sölu á fiskafurðum til Rússlands.

Færeyski lögmaðurinn Kaj Leo Johannesen var hinsvegar hvergi banginn og sagðist sjálfur hafa átt frumkvæðið að ferðinni.

 

Skemmst er að minnast harðra viðskiptaþvingana ESB á Færeyjar og banni við innflutningi fiskafurða til ESB landa.

Var aumingjaháttur dönsku ríkisstjórnarinnar þá sá að þeir  urðu að banna færeyskum fiskiskipum að koma í danskar hafnir að kröfu ESB

Yfir  90% af útflutningstekjum Færeyinga koma frá fiski.

Vegna deilna um veiðar á síld og makríl í Færeyskri lögsögu setti ESB víðtækt viðskiptabann á Færeyinga.

En slík aðgerð var eins og hrein hryðjuverkalög á eitt minsta ríki Evrópu og algjört brot á alþjóðalögum.

Að sjálfssögðu urðu Færeyingar að leita annað eftir auknum markaði og þar á meðal til Rússlands.

Danski utanríkisráðherrann var þá ekki fær um að verja hagsmuni Færeyinga gagnvart yfirgangi ESB sem höfðu sem betur fer sjálfstæði og svigrúm til að bjarga sér á eigin spýtur.

Að fá að ráða sér sjálfur 

Samskonar efnahagsþvingunum hafði ESB hótað Íslendingum því þeir töldu sig eiga allan makrílinn við Íslandsstrendur.

 

 

Íslendingar mega eins og Færeyingar þakka fyrir að standa utan ESB og ráða sínum viðskiptamálum sjálfir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband