Formaður samninganefndar við ESB gerður að ráðuneytisstjóra!

Utanríkisráðherra verðlaunar leiðtoga ESB umsóknarinnar hér á landi

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis allt síðasta kjörtímabil,  Árni Þór Sigurðsson, sem leiddi beiðnina um inngöngu í Evrópusambandið var aðlaður fyrir framgönguna og gerður að sendiherra.

 Formaður samninganefndarinnar, Stefán Haukur Jóhannesson sem Össur Skarphéðinsson  réði  til að leiða aðlögunarsamningana  inn  í ESB   hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og það án auglýsingar. Stefán Haukur skipaður ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu

 Ísland er áfram virkt umsóknarríki að ESB. Kosningaloforðin um afturköllun umsóknarinnar eru hins vegar vandlega geymd niðri í skúffu  en áherslur ríkisstjórnarinnar í ESB málinu tala sínu máli með  nýlegum mannaráðningum?

Það líður að landsfundum ríkisstjórnarflokkanna og þá verða  afrekin rakin í einu stærsta kosningamálinu, afturköllun umsóknarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband