ESB - fjarlægt og illskiljanlegt Frökkum

 Mér blöskrar tal fréttamanna hér á landi sem leyfa sér að kalla þriðjung  frönsku

þjóðarinnar öfgasinna og  jafnvel fasista af því að þeir styðja flokk sem hefur sterkar

efasemdir um vegferð Evrópusambandsins og  ágæti þess fyrir Frakka.

Sjálfur forsetinn Hollande, sem tapaði stórt viðurkennir að „stjórnsýsla ESB sé orðin

fjarlæg og illskiljanleg“ og krefst breytinga Vill að ESB dragi úr ítökum sínum .

Er þriðjungur Breta útlendingahatarar? 

David  Cameron, forsætisráðherra Bretlands viðurkennir ósigurinn og  Seg­ir Evr­ópu­sam­bandið of ráðríkt .  Cameron kallar eftir breytingum á ESB

En íslenskir ESB-sinnaðir stjórnmálaskýrendur leyfa sér samt að  kalla nærri þriðjung Breta útlendingahatara af því að þeir styðja flokk sem vinnur stórsigur í kosningum út á stefnu sína um sjálfstætt Bretland og vill að  Bretar segi sig úr  Evrópusambandinu.(Evrópa yfirgefi Evrópusambandið Myndskeið )

Reyndar er stór hluti kjósenda Íhaldsflokksins sömu skoðunar. 

  Miðöxulveldi Evrópusambandsins með leiðtoga Frakklands og Þýskalands í

fararbroddi höfðu deilt um  það innbyrðis á sinn ólýðræðislega hátt, hver  úr þeirra

röðum yrði næsti forseti  framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Nú er það baktjaldamakk upp í loft eftir úrslit kosninganna. Úrslit kosninganna til

Evrópuþingsins undirstrika pólitíska kreppu sambandsins og vonbrigði

aðildarþjóðanna með vegferð þess.

Afturköllum umsóknina eins og lofað var 

Við á Íslandi megum fagna því að vera ekki aðilar að þessu " fjarlæga og illskiljanlega"

 bandalagi  Hollande og Merkel. Brýnt er að ríkisstjórn Íslands og Alþingi gangi hreint

til verks og afturkalli umsóknina að Evrópusambandinu eins og hefur verið lofað. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband