Góður pistill Ólafs Arnarsonar

"Hættulegustu óvinir sérhverrar þjóðar eru æfinlega innlendir umboðsmenn sem geingið hafa hinu erlenda kúgunarvaldi á hönd og reka erindi þess innanlands. Þessir menn eiga sitt lángfeðgatal í sögu þjóðarinnar eingu síður en frelsishetjurnar. Nafn Gissurar Þorvaldssonar er þeirra nafn, ætt þeirra hans ætt." ( Halldót Laxness af svölum Alþingishússins 1. des 1935) ávarpaði þjóðina

Ólafi Arnarsyni er þessi tilvitnun hugleikin í pistli sínum um vinnubrögð og hótanir slitastjórnana, fulltrúa kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna. Honum verður tíðrætt um undirlægjuhátt íslenskra stjórnvalda á síðustu árum. Mér verður hugsað til ESB umsóknarinnar og  þeirra sem þar hafa beitt sér, og linkindarinnar gangvart erlendu kröfuhöfum bankanna. Allt er þetta af sama meiði. Erindrekar erlends kúgunarvalds

Og Ólafur hvetur stjórnvöld til dáða:

"Ekki er eftir neinu að bíða en það kallar vissulega á staðfestu að berja í borðið og segja við heimtufreka útlendinga og áfjáða, íslenska samverkamenn þeirra: Hingað og ekki lengra! Síðasta ríkisstjórn bjó ekki yfir slíkri staðfestu heldur bugtaði sig og beygði hvenær sem erlendir bankamenn og lögfræðingar í vönduðum jakkafötum lyftu brúnum. Það mun ráða miklu um afdrif núverandi ríkisstjórnar hvernig hún stendur í ístaðinu",

segir Ólafur og tek ég undir hvert orð hans.

Gjaldþrotaskipti lagalega skýr og gagnsæ

"Við gjaldþrot verða allar kröfur í gömlu bankana að kröfum í íslenskum krónum og mikilvægt er að setja ákvæði í gjaldþrotalög um að skiptastjórum sé óheimilt að aðhafast nokkuð það við skipti búa og útgreiðslur úr þeim til kröfuhafa, sem valdið getur óstöðugleika á gengi íslensku krónunnar" segir Ólafur, sem er alveg hárrétt:

"Það er tími til kominn að stöðva slitastjórnirnar og setja þrotabú gömlu bankanna í formlegt gjaldþrotaferli undir stjórn skiptastjóra að íslenskum lögum"

- Haustið 2008, við hrunið, lögðum við Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir þáverandi þingmenn Vg til að föllnu bankarnir færu beint í gjaldþrotameðferð eins og lá beinast við. Uppgjör við gjaldþrot lýtur skýrum lögum og þekktum reglum. Þar eru uppskiptin gagnsæ en lúta ekki duttlungum, handvali og spilamennsku eins og raunin hefur orðið. Því miður urðu önnur sjónarmið ofan á og undirlægjuhátturinn gangvart kröfuhöfunum, hluti af ESB umsókninni réð ferð. Síðan var það kórónað með því að afhenda kröfuhöfunum nýju bankana á silfurfati.

Ég er áfram þeirrar skoðunar að setja eigi gömlu bankana í gjaldþrotameðferð þótt seint sé. Aðrar leiðir verða ógangsæjar, ekki trúverðugar og "snjóhengjan" fellur að óbreyttu yfir þjóðina.

Pistill Ólafs fylgir hér með:

Erindrekar erlends kúgunarvalds


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband