Forsætisráðherra vill ljúka aðildarferlinu að ESB

Jóhanna Sigurðardóttir  forsætisráðherra var ekki í neinum  vafa um  eðli umsóknarinnar  að ESB  í fyrirspurnartíma á Alþingi 16. febr sl.

……….„við þurfum að snúa okkur að því að klára það verkefni sem var lagt af stað með í þessari ríkisstjórn, að ljúka aðildarferli okkar að ESB og snúa okkur að því að breyta hér gjaldmiðlinum.“

Hér talar  forsætisráðherra  fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.

Hún ætti best að vita hvað „lagt var af stað með“ í þessari ríkisstjórn.

Að hennar mati  er ekki um neinar „könnunarviðræður“ við ESB  að ræða eins og sumir reyna enn að  blekkja þjóðina með.

 Forsætisráðherra staðfestir að  umsóknarferlið snúist nú  grímulaust  um samfellda aðlögun íslensks samfélags að stjórnsýslu ESB, yfirtöku á lögum þess og  reglum. Enda hefur ESB alltaf haldið því fram. Það er ekkert sem heitir að "kíkja" í pakkann.

 Á þetta benti ég  í ríkisstjórn en fékk lítið lof fyrir.  

Með orðum sínum er forsætisráðherra vafalaust fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að bregðast við nýlegri hvatningu Utanríkismálanefndar ESB - þingsins sem fagnaði breytingum á ríkisstjórn Íslands um áramótin síðustu og. Eftir þá breytingu ætti aðlögunin að geta farið á fulla ferð:

B7‑0000/0000

European Parliament resolution on the 2011 progress report on Iceland

6.         “Notes the reshuffle of the Icelandic Government on 31 December 2011; expresses confidence that the new Government will continue negotiations with an even stronger and more persistent commitment towards the accession process;”

(Úr ályktun utanríkismálnefndar ESB þingsins um framgang aðildarumsóknar Íslands að ESB þar sem ríkisstjórnarbreytingum á Íslandi um síðustu áramót er fagnað. )

Grikkir vita hvaðan skipanir koma um þeirra ráðherra 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband