Forsetinn nýtur vinsælda

Um 50% ( 47,8) prósent landsmanna eru frekar eða mjög ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Aðeins fjórðungur er óánægður með störf hans, samkvæmt nýrri könnun MMR. 

Stuðningsfólk flokkanna sem stóðu að ESB umsókninni og Icesave samningunum eru minnst ánægðir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta.

Þarf það ekki að koma á óvart þegar horft er til þeirra átaka sem urðu um þessi tvö mál á síðasta kjörtímabili meðal þjóðarinnar og atbeina forsetans:

55% kjósenda Samfylkingarinnar og 49% stuðningsfólks Vinstri grænna er frekar eða mjög óánægt með störf forsetans samkvæmt nýrri könnun MMR.

En þar sem stuðningur við þessa flokka hefur dregist svo saman hefur afstaða kjósenda þeirra lítil áhrif á heildarniðurstöðuna.

  Mest er ánægjan með störf forsetans hjá kjósendum Framsóknarflokksins  eða yfir 80%. (Forsetinn nýtur afgerandi stuðnings meðal kjósenda Framsóknarflokks)

Athyglisvert er að 56% þeirra sem ekki vilja  kjósa neinn af núverandi þingflokkum eru frekar eða mjög ánægðir með störf forsetans.

 


Evrópusambandið vill stofna eigin her

Fjármálaráðherra Þýskalands rekur á eftir því að Evrópusambandið stofni sinn eigin her. Æðstu forystumenn ESB ræða nú opinskátt að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær það verði formlega gert.  Sameiginleg landamæralögregla Schengen sem lýtur yfirstjórn frá Brüssel er að eins fyrsta skref í sameiginlegri hervæðingu.

Forysta VG styður enn umsókn að ESB

Það er óneitanlega skondinn tvískinnungur að Vinstrihreyfingin grænt framboð, sem vill ganga úr hernaðarbandalaginu Nató,( gott mál), styður áfram umsókn sína um inngöngu í Evrópusambandið, sem nú hervæðist. Sú inngöngubeiðni stendur enn virk af VG hálfu og hefur ekki verið afturkölluð.

Schäuble fordert die Gründung einer Armee der EU 


Bloggfærslur 29. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband