"Brexit" og EES / ESB

Bretar völdu að segja sig úr ESB og vildu heldur ekki klafa  EES samningsins um hálsinn.

Margir spáðu illa fyrir Brexit og Bretum - efnahagurinn myndi fara á hliðina.

Annað kemur á daginn. Breskur efnahagur virðist ekki fara á hliðina eftir Brexit

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  IMF spáir í vinnumarkaðinn og "atvinnuleysi" sem mælikvarða.

2023 var reiknað atvinnuleysi í Bretlandi 4,2% .

IMF spáir því að þær tölur liggi í kringum 4% næstu árin í Bretlandi.

Er það miklu lægra en  t.d. í Frakklandi og Ítaliu þar sem atvinnuleysi er spáð 7- 8 % og í mörgum ESB löndum enn hærra. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur minnkað jafnt og þétt síðan í Brexit atkvæðagreiðslunni 2016. Að 1 milljón Breta hafi fengið störf á ný.

Bretar eru eins og mörg önnur Evrópulönd háð erlendu vinnuafli. Þeir eru ekki lengur bundnir innri markaði ESB fyrir vinnufólk. 

Atvinnulífið getur því sótt starfskrafta að víðar úr heiminum, utan ESB landa, sem á grundvelli menntunar og færni skilar meiri virðisauka inn í samfélagið.

Skýrsla um ágæti þess að standa utan EES

Það gæti verið skynsamlegt fyrir alþingi og einstaka ráðherra að láta vinnu skýrslu um  hvernig Bretum vegnar að standa utan bæði ESB og EES.

Og vinna sviðsmynd  fyrir Ísland utan EES sem gerði tvíhliða samninga eins og fullvalda þjóð

Að vinna stöðugt skýrslur um hversu gott það er að vera í EES eins og um sértrúarsöfnuð sé að ræða getur varla talist frjó stjórnsýsla.

Og kveinka sér á móti undan reglugerðarfargani EES og tala um af-gullhúðun innleiðinga.

Aflétta ofbeldissambandi ?

Einkenni meðvirks ofbeldissambands er einmitt að hlaða gerandann, kúgarann oflofi, prísa hann og mæra, titrandi í hnjánum en kjökra svo undir sænginni að kveldi.

Hvernig væri bara að rétta úr sér, lyfta höfði og ganga upprétt sem fullvalda þjóð eins og Bretar völdu að gera.

 Heimild. Nei til Eu

IMF har også prognoser for sysselsettingen. I Storbritannia var arbeidsløsheten i 2023 på 4,2 prosent, og den vil ligge rundt 4 prosent i årene fremover. Det er atskillig lavere enn Frankrike og Italia, som er forventet å ligge rundt henholdsvis 7 og 8 prosent. Andelen ikke-sysselsatte har gått markant ned siden brexit-avstemningen i 2016. Myndighetene oppgir at over én million arbeidsledige briter har kommet i jobb.

 

Som i flere europeiske land er det mangel på arbeidskraft i en del sektorer. Det er fortsatt en stor arbeidsinnvandring til Storbritannia, men andelen som kommer fra land utenfor EU har økt. Siden Storbritannia forlot EUs indre marked, og dermed den frie flyten av arbeidskraft i EU/EØS, har næringslivet blitt mindre basert på dårlig betalte arbeidere fra EU. En større andel av arbeidsinnvandrerne har nå høyere kompetanse og høyere lønn.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband