S.A. ræður ekki við að gera kjarasamning

 "Samtök atvinnulífsins þurfa að svara íslensku þjóðinni, íslenskum fyrirtækjum og samfélagið í heild sinni hvað þeim gengur til,

segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við fréttastofu.

En hann gekk "sár frá borði" þegar slitnaði upp úr samningum samtaka verkalýðsfélaga og atvinnurekenda í dag.

  Það er mjög eðlilegt að launaþegar setji rauð strik við ákveðin mörk verðbólgu á tilteknum tíma  og fari hún yfir ákveðin mörk sé hægt að taka samninga upp að nýju innan tilekins tíma. 

Þetta eru jú kjarasamningar en ekki bara strípaðir launatölusamningar.

"Forsenduákvæðin eru grundvölluð á því að tryggja það að hægt sé að ganga aftur að borði ef markmið um verðbólgu og vexti náist ekki eins og samningurinn útlistar þau".

024 | 20:56
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem...Vilhjálmur Birgisson, formaður

Vilhjálmur hafði lagt til að aðilar sammæltust um að hækka ekki verða á vörum  og þjónustu í a.m.k eitt ár og drægju til baka verðhækkanir sínar frá áramótum.

Það gátu samtök atvinnurekenda greinilega ekki fallist á

Ganga sjálfala og bera enga ábyrgð

Við sjáum að bankar og stórfyrirtæki, húsaleigufélög, útgerðafélög  greiða sér i sjálftöku  himinháan arð og hækka gjöld: þjónustgjöld, tryggingafélög, rafveitur, sorpsamlög, orkuveitur osfrv.  bara nefndu það, hækka gjöld sín og tekjur í sjálftöku eins og enginn sé morgundagurinn.

Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag.

Hér er einhver misskilningur á ferð hjá framkvæmdastjóra  samtaka atvinnurekenda .

Seðlabankinn er ekki aðili að kjarasamningum né samingsaðili, hann starfar samkvæmt sérstökum lögum sem hann fer eftir. 

Samtök atvinnurekenda geta ekki skotið sér undan ábyrgð að standa við gerða samninga með því að hafa Seðlabankann sem skálkaskjól. 

 Seðlabankinn verður að bregðast við og grípa til sinna aðgerða eins og lög kveða á um til þess að treysta stöðugleika. 

 En Samtök atvinnulífsins verða að gera sína samninga og tryggja að aðilar innan þeirra eigin samtaka standi við þá 

Takamarka þarf  rétt til arðtöku og laun æðstu stjórnenda fyrir tækja  með lögum

Setja verður í lög hámark arðgreiðslur samfélagsfyrirtækja og grunnstoða s,s,og banka og fleiru og félaga og hámark launa framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fyrirtækja sem eiga aðild að kjarasamingum hvert og eitt,

Samtök Atvinnlífsins verða bæði að vera kjaralega og siðferðilega ábyrg fyrir þeim samningum sem  þau standa að.

Og  þau verða að axla sína ábyrgð á kjarasamningum og  verðstöðugleika í þjóðarbúskapunum sem þau hafa því miður ekki gert 

 Það að einstaka aðilar innan samtaka atvinnurekenda  S.A.  telji sig óbundna af kjarsamningum og hver og einn geti sett sér arðsemiskröfur, greitt út arð og hækkað vörur sína og þjónustu  að geðþótta geta seint sem samtök orðið ábyrgir viðsemjendur.

 Framkvæmdastjóri og stjórnendur Samtaka atvinnurekenda  S.A, þurfa heldur betur að taka til í sinum ranni

 


mbl.is Launaliðurinn klár en samt slit á viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband