Að styrkja beina lýðræðið

 Tillögur stjórnarskrárnefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda styrkja tvímælalaust beina lýðræðið.

Verði tillögurnar að lögum og komist í stjórnarskrá eiga kjósendur tvenna möguleika til þess að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Annarsvegar með aðkomu forseta Íslands að óbreyttum málskotsrétti samkv. 26. grein stjórnarskrárinnar eins og við höfum kynnst  og hinsvegar með beinni áskorun og undirskrift 15% kjósenda.

Mér kom á óvart að virtur lagaprófessorar eins og Björg Thorarensen láti hafa eftir sér að núverandi 26. grein í stjórnarskrá grafi undan nýrri grein sem veitir kjósendum aukinn og beinan rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðgreiðslum.( Mbl.is greinir svo frá fundi í Lögbergi H.Í. í dag) : Leið forsetans greiðari

Mörgum er enn í nöp við forsetann

"Björg seg­ir það því vera sína skoðun að þeir kjós­end­ur sem hafi heita skoðun á ein­hverju máli haldi því áfram að leita til for­set­ans. „Þessi staða mun að mínu vita grafa und­an virkni þessa nýja ákvæðis.“ Ómögu­legt sé líka að spá fyr­ir um viðbrögð for­seta. „Það má kannski reyna að reikna út hvað Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son myndi gera en það er bara ekki nóg“, seg­ir Björg og bend­ir á að enn meiri óvissa skap­ist með nýj­um for­seta".  Mbl. 16.3. Leið forsetans greiðari

Og er það bara ekki allt í lagi að auka rétt kjósenda til beinnar aðkomu að málum

 ESB sinnar æmta yfir stjórnarskrártillögunum

Það er annars makalaust hve hörðustu ESB sinnunum er mikið í mun að afnema málskotsrétt forsetans í stjórnarskrá og fá þar inn ákvæði um fullveldisframsal.

"Stjórn­ar­skrár­nefnd fær fall­ein­kunn frá Skúla Magnús­syni, fyrr­ver­andi nefnd­ar­manni og formanni dómarafélags Íslands, vegna þess að henni mistókst að leggja fram til­lögu um framsal rík­is­valds í þágu alþjóðasamn­inga. Seg­ist hann von­ast til að end­urupp­töku­próf verði til að nefnd­in geti hysjað upp um sig bux­urn­ar" 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/24/falleinkunn_stjornarskrarnefndar/

Ég var nú líka hissa á því á sínum tíma þegar lögfróðir einstaklingar og sómakærir eins og Björg Thorarensen létu hafa sig í að sitja í og verða varaformaður í samninganefndinni um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En sú vinna þeirra fól einmitt í sér skuldbindingar og undirskrift um víðtækt framsal á fullveldi þjóðarinnar, nokkuð sem gekk í berhögg við grundvallaratriði stjórnarskrárinnar. Sem betur fer eru ákvæði um framsal fullveldis ekki inni í núveranndi tillögum stjórnarskrárnefndar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband