Forseti ASÍ - hrunadansins - ESB

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hjólar í bændur og samtök þeirra vegna nýgerðra kjarsamninga þeirra og umgjörð búvöruframleiðslunnar:

"Samningarnir eru vondir bæði fyrir bændur og neytendur og ég treysti því að bæði Alþingi og bændur hafni þeim," segir forseti ASÍ.   Þingið hafni vondum samningi

Ekki veit ég til þess að forystumenn bænda hafi veist að ASÍ vegna kjarasamninga á þeirra vettvangi. Hefði oft verið ærin  ástæða til m.a. vegna þess hve illa ASÍ hefur haldið á málum í kjarabaráttu fyrir þá lægstlaunuðu í samfélaginu.

Ég ætla ekki að leggja mat á nýgerðan búvörusamning.En mikilvægt er að horft sé heildstætt á allar greinar landbúnaðar og matvælaframleiðslu í landinu og til þeirra sem þar starfa.

Það sem mér finnst hinsvegar sérstakt er frjálsleg yfirýsingagleði forystu ASÍ. En að sjálfssögðu er sem betur fer öllum frjálst að tjá skoðanir sínar í þessum efnum sem öðrum

Í yfirlýsingu ASÍ er helst harmað að ekki skuli opnað enn meir fyrir tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og þá væntanlega á hráu ófrosnu kjöti.

Engum en ASÍ ætti þó  að vera betur ljósar afleiðingarnar af slíkum gjörningi fyrir atvinnuöryggi fjölda fólks í matvælaiðnaðnum á Íslandi. Hver gefur stjórn ASÍ umboð til að álykta með umræddum hætti?

Forseti ASÍ sýnist lifa og hrærast enn í því allsherjarugli sem viðgekkst árið 2007 og virðist nú verið að endurvekja. Eru almennir félagsmenn því sammála?

Hvenær ætlar Gylfi Arnbjörnsson og aðrir í forystu ASÍ að gera upp fortíð sína frá fyrirhrunstímanum og hlut þeirra í þeim Mammonsdansi sem  setti fjármálakerfi landsins á hliðina og leika enn lausum hala.

Ég hlustaði á innblásnar ræður Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ á þeim tíma  m.a. á 1. maí þar sem gerð var krafa um inngöngu í Evrópusambandið, ekki seinna en strax. Allt ætti að vera svo grænt og fallegt þegar inn í ESB væri komið. 

Og var ekki svo að  ASÍ setti  það  sem hluta af kröfum í kjaraviðræðum að aðlögun og innganga í Evrópusambandið væri keyrð áfram af fullum hraða.

Er forseti ASÍ kannski enn þeirrar skoðunar eins og hann var á árunum 2007 -2014 að Ísland væri nú betur komið inni í Evrópusambandinu en utan? 

Sem betur fór tókst að koma í veg fyrir frekari aðlögun og inngöngu í ESB og forseta ASÍ varð ekki að þeirri ósk sinni.

Einhvern veginn finnst mér þó  að þessi yfirlýsing forystu ASÍ um búvörusamningana endurspegli gamla ESB drauginn sem menn þar á bæ fóstruðu og vilja nú endurvekja í umræðunni um landbúnaðinn. Það er kominn tími til að ASÍ hafi lært sína ESB lexíu og dragi lærdóm af mistökunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband