ESB- pressan og Árni Páll kætast yfir refsiaðgerðum Rússa

Formaður Samfylkingarinnar fagnar því að Rússar skuli nú loks svara refsiaðgerðum ESB með banni á innflutningi fiskafurða frá Íslandi: "Það megi síðan spyrja hvers vegna Rúss­ar hafi ekki gripið til aðgerða gegn Íslend­ing­um á sama tíma og þeir gerðu það gegn öðrum þjóðum. „Það stakk alltaf í aug­un. En vegna þess að þeir gerðu það gagn­vart öðrum sem stóðu að viðskipta­bann­inu á sín­um tíma, þá var þetta alltaf viðbúið" segir formaður Samfylkingarinnar: "Rétt að standa gegn Rúss­um " 

Formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason heldur áfram: „Auðvitað styðjum við Evrópusambandið í refsiaðgerðum þess gegn Rússum“. Að hans mati erum við á leið inn í Evrópusambandið og því eðlilegt að við látum Evrópusambandið leiða okkur í þeim efnum. 

ESB ætlar jú að bæta öðrum leppríkjum sínum hundruð milljarða tjón sem þau verða fyrir vegna viðskiptabannsins og Ísland hlýtur að geta flotið þar með. sbr. meðf. frétt: " Hafa unnið í því að bæta tjónið "

 Árni Páll og ESB-pressan veit að stuðningur við refsiaðgerðir ESB og viðskiptabann Rússa mun hinsvegar þrýsta Íslendingum enn hraðar og dýpra í faðm Evrópusambandsins, þótt umsóknin eigi að heita stopp. 

ESB pressan, Ríkisútvarpið, Stundin og Kjarninn eiga ekki orð til að lýsa aðdáun sinni á þjónkun utanríkisráðherra: Bravó Gunnar Bragi segir Kjarninn og Stundin:

"Ef Gunnar Bragi getur gripið til óhlutbundinna raka og „prinsippa um stóra hagsmuni“ - tekið skal fram að ég deili þeirri sýn hans heils hugar - þegar hann rökstyður þátttöku Íslands í stuðningi við viðskiptaþvinganir gegn Rússum þá hlýtur hann einnig að geta séð ljósið í slíkum rökum þegar hann veltir fyrir sér hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið".

Skyldi utanríkisráðherra ekki vera hugsi þegar harðasta pressan fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið ber hann orðskrýddu lofi? Samskipti Íslands og Rússlands hafa um áratugi verið friðsamleg og góð. Engin rök eða ástæða er til að Ísland hangi aftan í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og taki á sig skellinn vegna yfirgangs þess í austurátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband