Laugardagur, 1. ágúst 2015
ESB þvingar Íslendinga í viðskiptastríð við Rússa?
Viðskipti við Rússland og aðrar Austur -Evrópuþjóðir hafa verið Íslendingum mikilvæg áratugum saman. Við minnumst þorskastríðanna og viðskiptabanns Breta og annarra núverandi ESB þjóða á Íslendinga á þeim árum. Þá reyndust viðskiptin við fyrrum Sovétríkin okkur afar dýrmæt sem og jafnan síðan.
Í bankahruninu 2008 áttum við hauk í horni i Rússum þegar öflugustu ríki Evrópusambandsins beittu okkur hryðjuverkalögum og einangrunartilburðum í samskiptum.
Viðskiptaþvinganir í pólitískum tilgangi ganga gegn alþjóðalögum
Íslendingar hafa jafnan verið andvígir viðskipaþvingunum og bönnum í pólitískum tilgangi enda stríða þær almennt gegn alþjóðalögum. Skemmst er að minnast þess þegar ESB fékk samþykkt lög á Evrópuþinginu 2011 til að geta beitt Íslendinga viðskiptabanni og efnahagslegum refsiaðgerðum vegna lögmætra makrílveiða okkar. Um slíkt leyti settu ESB viðskiptabann á Færeyinga vegna makríl og síldveiða þeirra. Íslensk stjórnvöld stóðu þá þögul hjá og áttu hlut að því að neyða Færeyinga til einskonar nauðasamninga við ESB í fiskveiðum 2013.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er margsaga í yfirlýsingum sínum um hlut Íslendinga í viðskiptaþvingunum á Rússa. Með kápuna dinglandi á báðum öxlum, segir hann eitt hér og annað þar sbr meðfylgjandi frétt. Engar upplýsingar um breytta stöðu Íslands
Viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir er alvarleg pólitísk aðgerð og er í trássi við alþjóðalög og samninga sem Ísland er aðili að.
ESB hótaði Íslendingum viðtækum efnahagsþvingunum vegna makrílveiða
Ég sem sjávarútvegsráðherra mótmælti hótunum ESB um viðskiptahindranir á Íslendinga 2011 vegna makrílveiða okkar sem hreinni lögleysu. Makrílveiðar Íslendinga stöðvuðu ESB umsóknina frekar en nokkuð annað.
Það er kannski táknrænt að nú reynir ESB að eyðileggja makrílsölu okkar til Rússlands með því að binda veikgeðja íslensk stjórnvöld við yfirgang sinn í Ukraínu og þvinganir og hótunaraðgerðir sínar gegn Rússum
Almennar viðskiptaþvinganir er stórpólitísk aðgerð og hlýtur að eiga að bera fyrirfram undir Alþingi en ekki hlýða í blindni bréfaskriftum ESB- þjónkandi stjórnendum utanríkisráðuneytisins.
Evrópusambandið gefur yfirlýsingar fyrir Íslands hönd
Evrópusambandið er hins vegar ekki í vafa um hver afstaða Íslands á að vera gagnvart Rússum og gefur út yfirlýsingar í nafni íslensks utanríkisráðherra sbr. meðf. frétt og yfirlýsingu frá The Council of EU fyrir Íslands hönd
Declaration by the High Representative on behalf of the EU on the alignment of certain third countries concerning restrictive measures in view of Russia's actions destabilising the situation in Ukraine: Ukraine
Council of the EU 07/2015 | 17:00
On 22 June 2015, the Council adopted Council Decision (CFSP) 2015/971[1]. The Council Decision extends existing measures until 31 January 2016.
The Candidate Countries Montenegro* and Albania* and the EFTA countries Iceland, Liechtenstein and Norway, members of the European Economic Area, as well as Ukraine align themselves with this Decision.
They will ensure that their national policies conform to this Council Decision.
The European Union takes note of this commitment and welcomes it.
[1] Published on 23.6.2015 in the Official Journal of the European Union no. L 157, p. 50.
Utanríkisráðherra vonar að Rússar taki ekkert mark á yfirlýsingum hans
Utanríkisráðherra Íslands vonar að Rússar taki ekkert mark á þessum hótunum og yfirlýsingum sem ESB gefur fyrir hans hönd. Hann segir að ekkert hafi breyst í samskiptum ríkjanna. Samt tekur hann þátt í harðorðum yfirlýsingnum og aðgerðum ESB gagnvart Rússum en vonar að enginn taki mark á honum í þeim:( Engar upplýsingar um breytta stöðu Íslands)
Höldum góðu viðskiptasambandi við Rússland
Ég tek undir með þingmanninum Ásmundi Friðrikssyni sem hvetur til þess að Íslendingar dragi sig út úr stuðningi við Evrópusambandið um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum.
- Hvaða erindi eigum við í þann slag þvert á hagsmuni okkar og áratuga gott viðskiptasamstarf?: (Vill að Ísland hætti að styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi)
Eigum enga aðild að deilu ESB og Rússlands í Ukraínu
Við eigum ekki að láta undan kröfum ESB um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum þótt við séum ekki sammála stefnu þeirra og yfirgangi í Úkraínu né heldur útþenslustefnu og ófriði Evrópusambandsins í austurátt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.