Kafteinn Pírata gegn ESB - Styðjum Grikki

Íslensk stjórnvöld eiga nú þegar að lýsa yfir fullum stuðningi við grísku þjóðina og bjóða fram pólitískan stuðning á alþjóðavettvangi í sjálfsstæðisbaráttu þeirra gegn stórríkinu ESB.

 Hótanir og yfirgangur Evrópusambandsins í garð Grikkja er af sama meiði og hryðjuverkalögin sem voru sett á Íslendinga haustið 2009 í bankahruninu hér á landi.

Stjórnvöld á Grikklandi, þessa elsta lýðræðisríki heims hafa nú kallað þjóðina beint að borðinu í þjóðaratkvæðgreiðslu.

Talsmenn mannréttinda fordæma ómannúðlega heimtufrekju og yfirgang forystu ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Grikkjum.

Íslenskum stjórnvöldum ber skilyrðislaus skylda til að afturkalla refjalaust umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið og fá staðfesta kvittun frá Junker og Merkel um að hún hafi verið send til baka.

Samstaða gegn yfirgangi ESB

Þeir einstaklingar og íslensk stjórnmálasamtök sem enn flytja tillögur á alþingi um áframhald beiðni um inngöngu í ESB ættu snarast að sjá að sér og biðjast afsökunar. 

Það var gott hjá Birgittu Jónsdóttur kafteins Pírata að kalla eftir samstöðu Íslendinga til stuðnings Grikkjum gegn ESB.

Birgitta Jónsdóttir: Sýnum grísku þjóðinni samstöðu

Mér hefur ávalt fundist Birgitta vera einlægur ESB andstæðingur og stæði með okkur sem viljum að Ísland standi utan þess félagsskapar.

Birgitta sem kafteinn Pírata tók af öll tvímæli um afstöðu sína til Evrópusambandsins á alþingi í dag og fordæmdi aðför ESB að Grikklandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband