Afturköllun umsóknar að ESB er næsta mál

Framsókn- og Sjálfstæðisflokkur lofuðu í aðdraganda síðustu alþingiskosninga að afturkalla strax og afdráttarlaust  umsókn Íslands að Evrópusambandinu kæmust þeir til valda.

Flestir bjuggust við því að þetta loforð yrði efnt strax á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar.

Því miður reyndist ekki nægur dugur til þess. En nú verður ríkisstjórnin að taka á honum stóra sínum. 

Þegar þing kemur saman í lok janúar verður afturköllun ESB -umsóknarinnar að komast á dagskrá þingsins og afgreiðast.

Áramótaávörp forystumanna ríkisstjórnarinnar voru því miður ekki upp á marga fiska í þessum efnum.

Vonandi verða efndir kosningaloforðanna rismeiri á nýju ári og ESB- umsóknin verði afturkölluð.

Gleðilegt nýtt ár

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband