Hávær þögn Framsóknarmanna í ESB málinu

Það vakti athygli og furðu að forsætisráðherra minntist ekki einu orði á loforðin um undanbragðalausa afturköllun umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Ættjarðarlögin eins og  "Ég vil elska mitt land"og "Hver á sér fegra föðurland" voru sungin´hvarvetna um landið á 70 ára afmæli Lýðveldisins.  Forsætisráðherra sá þó ekki ástæðu til að  minnast á aðförina að fullveldinu og sjálfsstæði þjóðarinnar sem felst í virkri umsókn, beiðni  um innlimun í Evrópusambandið, hið nýja "Stórríki" Evrópu.

En svo sannarlega er öflug landsbyggð, jafnræði  óháð  búsetu veigamikil forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar eins og forsætisráðherra minntist á.

Sjálfsstæðismenn herðast upp ?

Það gerði hinsvegar Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra í hátíðarræðu á fæðingarstað frelsishetju Þjóðarinnar, Jóns Sgurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Ræða menntamálaráðherra varí raun í fullu samræmi við tilefnið, 70 ára afmæli  Lýðveldisins Íslands:  Án ræðu menntamálaráðherra hefði ríkisstjórnin farið algjörlega haltrandi og með bogin hné í gegnum 70 ára Lýðveldisafmælið:

...."Við hófum aðildarviðræður við ESB á mjög veikum pólitískum grunni, með klofið þing og klofna ríkisstjórn. Viðræðurnar sigldu í strand á síðasta kjörtímabili og á síðasta þingi var lögð fram tillaga um formleg slit viðræðnanna, sem ekki tókst að afgreiða.
Því miður hefur umræðan um þessi mál setið föst, hún er í fjötrum þeirrar hugsunar að upplýst umræða geti ekki farið fram án þess að samningur liggi fyrir.

Ég tel að það sé mikilvægt að við leysum þessa fjötra og ræðum um og gerum upp við okkur hvort við viljum taka þátt í samstarfi evruríkjanna sem óumflýjanlega mun leiða í átt til sambandsríkis, ef það samstarf á að skila árangri. Ætlum við að hoppa upp í þennan vagninn, vitandi hvert ferðinni er heitið? Viljum við deila verulegum hluta fullveldis okkar með þeim þjóðum sem mynda evrubandalagið? Samrýmist það hagsmunum og sjálfsmynd okkar Íslandinga í bráð og lengd?

Þessum spurningum þarf að svara áður en samnings er leitað og hann veginn og metinn. Svörin við þessum spurningum er hin upplýsta umræða sem þarf að fara fram. Samningur er einungis úrlausnaratriði sem lýtur að því hvernig við síðan tökum upp og aðlögum okkur regluverki ESB eins og það er á þeim tímapunkti sem við óskum inngöngu.

Vitanlega eru þar mikilvæg atriði eins og yfirráðin yfir fiskimiðunum sem án efa ráða miklu um afstöðu alls þorra manna. En grundvallaratriðið hlýtur að vera hvort við viljum verða hluti af sameiningarvegferðinni og ef svar þjóðarinnar við þeirri spurningu er já, þá og þá fyrst fer umræðan að snúast um samning, innihald hans og form" ..:. Andstaða við ESB ekki einangrunarstefna, hvað þá gamaldags þjóðernisstefna

sagði Illugi Gunnarsson  m.a. í ræðu sinni En nú sem fyrr eru það þó verkin sem tala og umsóknin hefur ekki verið afturkölluð þrátt fyrir gefin fyrirheit

Afturköllun umsóknarinnar eina svarið 

Eins og staðan er nú hefur Ísland stöðu umsóknarríkis til inngöngu í ESB. Það gefur Evrópusambandinu víðtækt  svigrúm til að reka hér umfangsmikla og eftirlitslausa áróðurstarfsemi, en bindur hendur Íslendinga í þróun utanríksmála á eigin forsendum.

Eins og Illugi Gunnarsson  rekur í ræðu sinni þurfa Íslendingar að hafa frjálsar hendur til að meta kosti og val í samskiptum og samningum við aðrar þjóðir. Þess vegna á að ljúka því verki sem Alþingi hóf sl. vetur og afturkalla formlega og refjalaust umsóknina sem send var um aðild að Evrópusambandinu.

Við þurfum að slíta þá " fjötra" sem ráðherrann talar um að umsóknin hafi hneppt þjóðina í.  

Hér duga ekki fögur orð.  Það eru verkin sem tala.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband