Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og Evrópustofa

 Stækkunardeild Evrópusambandsins rekur svokallaða Evrópustofu hér á landi sem hluta aðlögunarferilsins undir þeim merkjum að Ísland sé umsóknarríki að ESB og þurfi sem slíkt á "aðstoð"   að halda.

Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins 21.-24. febrúar 2013 í aðdraganda alþingiskosninga var hinsvegar ályktað mjög afdráttarlaust um að hætta aðlögunarviðræðum við ESB og loka Evrópustofu,  áróðursmiðstöð sambandsins hér á landi: Orðrétt segir:"

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér".

Lokun Evrópustofu sem rekin er af Stækkunardeild  Evrópusambandsins  er fullkomlega rökrétt ákvörðun nú þegar aðildarviðræðum hefur verið hætt. Eitt meginhlutverk Evrópustofu er samkvæmt eigin skilgreiningu:" vettvangur virkrar umræðu um aðildarumsókn Íslands að ESB, þróun sambandsins og framtíð".

Þrátt fyrir yfirlýsingar beggja ríkisstjórnarflokkanna að aðildarviðræðum hafi nú verið hætt og fyrir þinginu liggi þingsályktunarartillaga frá ríkisstjórn um afturköllun umsóknarinnar er  Evrópustofa á fullu í sinum áróðri.  ASÍ og BSRB þurfa greinilega á aðstoð áróðursmiðstöðvar  Stækkunardeildar ESB að halda sbr. meðf. auglýsingu:.

"Námskeið um ESB fyrir meðlimi ASÍ og BSRB þann 27. mars, kl. 09:00-16:00, í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. 
Evrópustofa býður upp á námskeið fyrir meðlimi ASÍ og BSRB um ESB í samstarfi við Félagsmálaskólann sem ber heitið Hvernig starfar ESB?" ( Hvernig starfar ESB? )

Stækkunardeild Evrópusambandsins rekur Evrópustofu en auk þess er Evrópusambandið með eigin sendinefnd og fjölmenna sendiskrifstofu sem að þeirra sögn hefur stöðu sendiráðs og sendiherra í samræmi við Vínarsáttmálann um réttindi og stöðu sendiráða.  

Af umræðum og umfjöllun síðustu daga er ljóst að fyllilega er tímabært að utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd taki á umsvifum og áróðurstarfsemi ESB hér á landi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband