Strandveiðar- Makríll- Síldveiðar - Skötuselur

strandvei_ar_1198547.jpgÞað var mikill sigur að fá strandveiðarnar viðurkenndar sem varanlegan hluta af lögunum um stjórn fiskveiða.

Vissulega var hart deilt um það á Alþingi. Andstæðingar strandveiðanna höfðu þar allt á hornum sér. Ég vildi auka hlut þessara veiða og binda réttinn sem mest  einstaklingum í sjávarbyggðunum sjálfum. Vissulega  náði ég ekki öllu því fram sem ég vildi í þessum málum. Og sníða þarf af strandveiðikerfinu ýmsa agnúa. Hinsvegar verður að gæta þess í umræðunni að mikilsverður áfangi náðist með strandveiðunum, skötuselsákvæðinu og síldveiðum smábáta vorið 2010 sem standa þarf vörð um.

Skötuselsákvæðið um úthlutun hluta af aflaheimildum í skötusel tímabundið til nýrra aðila markaði tímamót. Ég vildi halda áfram á þeirri braut

Frá þeim tíma hefur ekkert gerst til breytinga í fiskveiðistjórnun annað en lagt hefur verið á hátt og umdeilt  veiðigjald  á allan afla sem berst að landi. Það veiðigjald leggst misþungt á útgerðir: léttast á stóra uppsjávarveiði flotann en harðast á minni einyrkjaútgerðir sem stunda bolfiskveiðar sem er jafnframt undirstaðan fyrir útgerð og fiskvinnslu í mörgum minni sjávarbyggðum. Mín skoðun var sú að hluti þess gjalds ætti að renna aftur til viðkomandi sjávarbyggða.

Ég lagði sem ráðherra  áherslu á eflingu strandveiðiflotans, auka fullvinnslu aflans og bæta nýtingu þess hráefnis sem kemur að landi. En einnig kvað ég á um með reglugerð að komið skyldi með allt að landi.

Með því að efla strandveiðiflotann, dagróðrana, auka fullvinnslu á heimaslóð og bæta nýtingu þess hráefnis sem kemur að landi treystum við búsetu og fjölþætt atvinnulíf í sjávarbyggðunum. Þannig getum við einnig stuðlað að bættri umgengni við auðlindina og notkun vistvænna veiðarfæra.

Sóknarfærin í sjávarbyggðunum eru mikil en þau þarf líka að verja. Ég bið um þinn stuðning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband