Hvernig leið þér árið 2012 ?

 Embætti landlæknis hefur sent út viðamikinn spurningalista til nokkur þúsund handahófsvalinna Íslendinga, Rannsókn á heilsu og líðan Íslendinga árið 2012Spurningarnar eru í 123 köflum og býsna margbreytilegar. Athyglisverðast er þó, að spurt er í einum kaflanum, hvaða stjórnmálaflokk svarandinn kaus síðast. Hér fylgja nokkur sýnishorn af spurningalistanum. Forvitnilegt er að fá upplýsingar um andlegt ástand kjósenda eftir flokkum: Hvaða flokksmenn eru með mestan athyglisbrest? Kjósendur hvaða flokks fengu flest reiðiköst  á árinu 2012, öskruðu og hentu lausum hlutum í sína nánustu o.s.frv.?

Maður veltir því fyrir sér, hvar Landlæknisembættið fékk heimild fyrir þvílíka spurningum? 

Þjóðin bíður spennt eftir niðurstöðum  !!!

 

Dæmi um spurningar :   

"8. Hefur sálfræðingur greint hjá þér einhverja eftirfarandi sjúkdóma eða einkenni? Merktu í einn reit í hverjum lið.a) Athyglisbrest með eða án ofvirkni (ADD/ADHD) – já eða neib) Síðþreytu – já eða nei

c) Áfengis- eða fíkniefnavanda – já eða nei

d) Langvinnan kvíða/spennu – já eða nei

e) Áfallastreitu – já eða nei

f) Langvarandi þunglyndi – já eða nei

g) Önnur vandamál tengd geðheilsu – já eða nei  

27. Hversu oft, ef nokkurn tíma, á síðustu 12 mánuðum hefur þú drukkið á einum degi að minnsta kosti 5 áfenga drykki? Merktu í einn reit.

- Daglega eða næstum daglega

- Þrisvar til fjórum sinnum í viku

- Einu sinni til tvisvar í viku

- Einu sinni til þrisvar í mánuði

- Sjö til ellefu sinnum á síðustu 12 mánuðum

- Þrisvar til sex sinnum á síðustu 12 mánuðum

- Einu sinni til tvisvar á síðustu 12 mánuðum

- Aldrei á síðustu 12 mánuðum  

29. Hversu oft á síðustu 12 mánuðum hefur … Merktu í einn reit í hverjum lið: aldrei, mánaðarlega eða sjaldnar, einu sinni til þrisvar í mánuði, vikulega, daglega eða nánast daglega

a) þú fengið þér áfengi til að komast yfir eftirköst drykkju?

b) þú komist að því að þú gast ekki hætt að drekka þegar þú varst á annað borð byrjuð/byrjaður?

c) þú fundið til eftirsjár eða sektarkenndar eftir drykkju?

d) þú ekki getað munað það sem gerðist kvöldið áður vegna þess að þú hafðir drukkið áfengi?

e) þú ekki getað gert það sem venjulega er ætlast til af þér vegna drykkju?

f) áfengisneysla þín haft skaðleg áhrif á vinnu þína, nám eða atvinnutækifæri? 

66. Hversu oft varðst þú var/vör við eftirfarandi vanlíðan eða óþægindi síðastliðna viku? Merktu í einn reit í hverjum lið: aldrei, sjaldan, stundum, oft

a) Það var auðvelt að pirra mig eða ergja

b) Ég fékk reiðiköst sem ég gat ekki stjórnað

c) Mig langaði að brjóta eða mölva hluti

d) Ég öskraði eða henti hlutum

e) Ég lenti í rifrildi

f) Mig langaði til að slá, eða skaða einhvern

 

 70. Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingum? Merktu í einn reit í hverjum lið: mjög sammála, frekar sammála, hvorki sammála né ósammála, frekar ósammála, mjög ósammála

a) Ég er ánægð/ur með útlit mitt eins og það er

b) Flest fólk myndi segja að ég væri aðlaðandi

c) Ég er óánægð/ur með líkamsbyggingu mína

d) Ég er ánægð/ur með hvernig ég lít út nakin/n

e) Líkami minn er kynferðislega aðlaðandi

f) Mér líkar hvernig fötin passa á líkama minn

g) Ég er líkamlega óaðlaðandi

 

 

 84. Flestur finnst þeir tilheyra ákveðinni stétt. Hvaða þjóðfélagsstétt þú telur þig tilheyra? Merktu í einn reit.â–¡ Lægstu stéttâ–¡ Verkamannastéttâ–¡ Lægri millistéttâ–¡ Millistéttâ–¡ Efri millistéttâ–¡ Efstu stétt    

119. Í stjórnmálum er oft talað um „vinstri“ og „hægri“. Hvar myndir þú staðsetja sjálfa/n þig á eftirfarandi kvarða þar sem 0 þýðir lengst til vinstri og 10 þýðir lengst til hægri? Merktu í einn reit.

Vinstri 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 9 – 10 Hægri   

120. Hvaða flokk eða lista, ef einhvern, kaust þú í síðustu Alþingiskosningum sem haldnar voru í maí 2009?

– Ég kaus ekki

 Ég skilaði auðu

– Borgarahreyfinguna

– Framsóknarflokkinnâ

– Frjálslynda flokkinn 

– Lýðræðishreyfingunaâ

– Samfylkinguna

– Sjálfstæðisflokkinn

– Vinstrihreyfinguna – grænt framboð  

 

123. Merktu við hversu sannar eftirfarandi staðhæfingar eru fyrir þig. Merktu í einn reit í hverjum lið: alls ekki sönn, ekki mjög sönn, frekar sönn, alveg sönn 

a)Líf mitt hefur augljósan tilgang 

b) Ég geri mér vel grein fyrir því sem gerir líf mitt þýðingarmikið 

c) Ég hef fundið gefandi hlutverk í lífinu."

  Það er mikill humor í þessum spurningum, en svarendum er boðið að vera áfram á spurningavagninum, þannig að hægt sé að fylgjast með hvort einhver  skifti um flokk og líði þá betur eða verr eftir en áður. Ég hef til fróðleiks sent fyrirspurn á velferðarráðherra hvort hann og persónuvernd eða stjórnmálaflokkarnir viti af þessari stórmerkilegu, en háalvarlegu könnun og hafi gefið leyfi sitt fyrir henni og spurningunum sem þar eru lagðar fram.

Að öllu gamni slepptu er hér alltof langt gengið og með ólíkindum að embættið skuli komast upp með að senda svona spurningar út óátalið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband