Allt að 10 þús. fjár talið hafa farist í óveðrinu 9.- 11 sept. sl.

 Í dag var sérstök umræða á Alþingi um afleiðingar óveðursins á Norður og Norð-Austurlandi 9.- 11 september sl.  Samkvæmt heimildum er nú talið að milli 9 og 10 þús.  fjár hafi farist á svæðinu frá Húnavatnsýslum til Norður- Þingeyjarsýslu.

Tjónið kom misjafnlega niður á einstaka búum. Góð  loforð hafi verið gefin um bætur að því marki sem heimildir Bjargráðsjóðs og Viðlagatryggingar veita. En  mikilvægt er  að styðja svo vel við fólk og bú  að ekki komi til alvarlegs tekjutaps eða búseturöskunar vegna þessa.

Mikið tjón varð á dreifikerfi rafmagns og fjarskipti, sími, útvarp og fleiri grunn öryggisþættir urðu óvirkir á stórum svæðum. Þá var og misjafnt eftir svæðum hvernig almannavarnarkerfið var virkjað. 

Svo sannarlega vann fólkið, íbúarnir á þessum óveðurs svæðum kraftaverk svo og björgunarsveitir, starfsmenn orkuveitna og vegagerðar við mjög erfiðar aðstæður.  

Ég lagði áherslu á í ræðu minni, að innanríkisráðherra sem yfirmaður almannavarna léti safna upplýsingum og vinna skýrslu um atburðarásina þessa óveðursdaga, þannig að mætti draga lærdóm af.  Þetta á m.a. við aðvaranir, viðbrögð opinberra aðila og vettvangsstjórnun. Enn fremur verði tekið saman og kortlagðir veikir hlekkir í öryggiskerfinu eins og fjarskiptum, útsendingum útvarps, flutningskerfi rafmagns og staðsetning varaaflsstöðva.

Þá verði tekið saman tjón bæði á búfé,  girðingum ofl. ,  framlag björgunarfólks og tækja ofl.  og fá þannig heildar mynd af atburðarás, aðgerðum og afleiðingum þessa óveðurs.

Huga þarf vel að sálgæslu og eftirfylgni í þeim efnum en atburðir sem þessir taka á og  hafa mikil áhrif á fólk ekki síst börn sem sjá á eftir kindinni sinni undir snjó.

Markmiðið með samantekt og skýrslu er ekki hvað síst að draga lærdóm af og styrkja veika hlekki í skipulagningu, viðbrögðum, aðgerðum, öryggisbúnaði og virkni hans  við hamfarir sem þessar.

--Svör innanríkisráðherra voru skilmerkileg og góð og gat hann þess að vinna við umrædda gagnasöfnun, samantekt og  skýrslugerð væri þegar hafin--.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband