Sterkur meirihluti andvígur inngöngu í ESB

Ef tekið er mið af þeim sem taka afstöðu þá eru 59,4% landsmanna andvíg inngöngu Íslands í ESB. Þetta má lesa úr skoðakönnun sem Gallupp gerði fyrir Heimssýn dagana 16.til 27. júlí síðastliðinn.

Meirihluti landsmanna, eða 50,1%, er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% svöruðu að þeir væru hvorki fylgjandi né andvígir inngöngu.

Andstaða við inngöngu er mest hjá þeim sem myndu kjósa stjórnarflokkana. Þannig eru 95% þeirra sem hefðu kosið Framsóknarflokkinn þegar könnunin var gerð andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið og 83% af  þeim sem hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn. Fjörutíu prósent af stuðningsflokki Vinstri grænna eru á móti inngöngu en 33% hlynnt henni.

Stuðningur við inngöngu er mestur hjá fylgisfólki Samfylkingar, 78%, en þar eykst þó óvissan því það tvöfaldast fjöldi þeirra sem er hvorki hlynntur né andvígur inngöngu frá febrúar. Þá eru 66% af fylgisfólki Bjartrar framtíðar hlynnt inngöngu í ESB og 40% af fylgjendum Pírata.

Alls voru 1482 manns í úrtaki í þessari netkönnun sem Gallup gerði á ofangreindu tímabili. Í hópnum var fólk af landinu öllu, 18 ára og eldri, handahófsvalið úr viðhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 825, eða 55,7%.

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB)? Gefnir voru sjö megin svarmöguleikar, þ.e. að öllu leyti hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), hvorki né, frekar andvíg(ur), mjög andvíg(ur) og að öllu leyti andvíg(ur).

Stærsti einstaki hópurinn af þessum sjö er sá sem er að öllu leyti andvígur inngöngu í ESB og fjölgaði nokkuð í honum frá könnun sem gerð var í febrúar síðastliðnum (fer úr 21,4% í febrúar í 24,6% nú).


Góð grein hjá Ögmundi Jónassyni

Mín ósk er sú að Ísland fordæmi refsiaðgerðirnar en hvetji til friðsamlegrar lausnar í Úkraínu með valddreifingu í þá veru sem Minsk samkomulagið kvað á um og jafnframt að í öllum tilvikum verði vilji íbúanna hafður að leiðarljósi en ekki hagsmunir stórvelda. Það er vesælt hlutskipti Íslands að vera hvutti í þeirra ól.

Þetta segir Ögmundur Jónasson alþingismaður og fyrrum ráðherra og rökstyður mál sitt á heimasíðu sinni og í grein í DV.:

FYRIR HVAÐ ERU ÍSLENDINGAR AÐ REFSA RÚSSUM?

 


Bloggfærslur 17. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband