Laugardagur, 30. mars 2013
Strandsiglingar hafnar að nýju.
Þessir landshlutar urðu því algjörlega háðir flutningum á þjóðveginum , en vegirnir voru lélegir og báru engan vegin þungaflutninga. Flutningskostnaður var mikill. Þannig varð samkeppnisstaða atvinnulífs og búsetu á þessum svæðum verulega skert.
Þetta voru mikil viðbrigði því sjávarbyggðir á Vestfjörðum t.d. voru áður í þjóðbraut við sjóleiðina. Þessir miklu landflutningar sem nú tóku við skemmdu og eyðilegðu vanburða þjóðvegina juku mengun og höfðu önnur margvísleg óæskileg umhverfisáhrif.
Margítrekað á AlþingiAllt frá árinu 2004 er strandsiglingar voru lagðar af hef ég barist fyrir því á þingi að þær væri teknar upp aftur. Hef ég nokkrum sinnu fengið tillögur um það samþykktar á þingi og nefndir verið skipaðar . En ekkert gerðist . Þetta var eitt af baráttumálum mínum í ríkisstjórn og er mér því sérstakt fagnaðarefni að strandsiglingar séu nú orðnar að veruleika.
Gleðilegur árangur
Mikilvægt a er að þessu verði fylgt vel eftir þannig að verði um þá byltingu að ræða sem ég og fleiri vonuðumst eftir að yrði fyrir þjóðina og þá landshluta sem þetta skiptir mestu máli.
Til hamingju með strandsiglingarnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.