Vinir Jökulsánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts gleðjast

Jökulsárnar í Skagafirði og Skjálfandafljót fara í verndarflokk samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar um orkunýtingu og vernd.

Ein­hug­ur ríkti um niður­stöðuna  segir í skýrslu nefndarinnar.

 Þetta er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur sem höfum barist fyrir friðun þessara vatnasvæða gegn virkjunum. Samtök heimafólks stóðu vaktina og lögðu hart að sér í baráttunni fyrir verndun Jökulsánna.

Tillögur verkefnisstjórnarinnar nú um að þessi miklu og fallegu vatnasvæði fari í verndarflokk og einhugur sé um það í hópnum  eru því vinum Jökulsánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts mikið fagnaðarefni.


Bloggfærslur 31. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband