Nýr Landspítali á nýjum stað

Það er fullkomlega óboðlegt að ætla sjúklingum að lifa og búa við jarðsprengingar, byggingarkrana, þjöppur og steypubíla næstu árin á sjálfum aðalspítala þjóðarinnar. Ég hef setið þar hjá sjúklingi á Landspítalanum og við minniháttar sprengingar. Fullheilbrigður maður myndi varla þola það að liggja bundinn við rúmið við slíkar stór sprengingar hvað þá sjúklingur.

Það liggur fyrir að nánast ekkert af núverandi húsnæði Landspítalans getur nýst varanlega áfram nema vera endurbætt verulega eða frá grunni.

Það er sjúklingi sem berst fyrir lífi sínu  og heyrir sírenuvælið, loftvarnarmerkið á undan sprengingunni lítil huggun að þetta verði nú allt annað og betra eftir 8 til 10 ár.

Þær fréttir og sú staðreynd að verið sé að skera niður starfsemi á sjúkrahúsunum á landsbyggðinni er mjög mótsagnakennd í allri þessari umræðu.  Hvernig er með nýja hátæknisjúkrahúsið í Reykjanesbæ, hvernig er það nýtt?.

Þjóðinni virðist ofviða að reka núverandi heilbrigðis og sjúkrahúsþjónustu sómasamlega vegna fjárskorts og "hagræðingaraðgerða" eins og t.d. lokun St. Jósefspítala í Hafnarfirði eða með lokunum, sameiningum og skerðingum á starfsemi heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

Við þurfum svo sannarlega nýjan Landspítala en hann á að byggjast á öðrum stað, við Vífilsstaði eða í Keldnalandi t.d. Það bætir lítið úr skák að setja  núverandi starfsemi Landspítalans í algert uppnám næstu árin, á stað sem er alltof þröngur stakkur skorinn hvað land og rými varðar.

Arður af bönkum og tekjur góðærisins gera það kleyft að byggja nýjan spítala hratt og vel. Jafnframt verði haldið við núverandi sjúkrahúsbyggingum og landsbyggðarsjúkrahúsin nýtt betur og þjónustan þar efld í stað þess að draga hana þar saman.

Ég tek undir með Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur heilbrigðis- og skiplagsverkfræðings sem segir í viðtali. (Sama fólkið sem fer yfir sömu skýrslurnar)

Ástandið sem er núna á Hringbrautarlóðinni, það ætti að vera síðasta upphrópunarmerki til þeirra sem taka þessar ákvarðanir um að hætta við og fara að gera þetta af skynsemi annars staðar. Bæði er aðkoman að lóðinni skelfileg. Bílastæðin eru færri og komin einhvers staðar þar sem fólk veit ekki hvar þau eru og síðan eru sjúklingar með heyrnartól út af látunum í þessum byggingaframkvæmdum.

Framkvæmdirnar séu rétt að byrja. Sama fólkið sem fer yfir sömu skýrslurnar) eyjan

Það er ekki byrjað að sprengja og þegar spreningunum er lokið verða þarna háværar vinnuvélar í töluverðan tíma og þetta er bara lítið sýnishorn af því sem koma skal fyrir framan barnaspítalann og þvert í gegnum allar lóðir, þvert á milli bygginga, til þess að koma tengigöngunum fyrir."

Það er ekki kræsileg sýn ef þjappa á nánast allri sjúkrahúsþjónustu landsmanna næstu árin   á einn stað undir  sírenuvæli eins og  á stríðstímum, hávaða byggingakrana og hristings vegna jarðsprenginga .  Eigum við ekki heldur bara að banna fólki að verða veikt þennan tíma.


Bloggfærslur 15. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband