Næsti forseti ??

Nú þegar Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta forsetakjöri fara vangaveltur á fullt um frambjóðendur.

Átakamál síðustu ára voru tvímælalaust Evrópusambandsumsóknin og skilgetið afkvæmi hennar Icesave samningarnir. Þar höfðu stjórnvöld misst sjálfstraust og reisn  fullvalda þjóðar og leituðu í örvæntingu á náðir erlends stórríkjasambands um hjálp.

Leiðtogar  ríkisstjórnarinnar þá héldu því  blákalt fram að fjármálavandi og gjaldeyriskreppa Íslendinga myndi leysast strax og ESB umsóknin væri farin af stað.  Evrópusambandið myndi þá veita Íslendingum hagstæð lán til að standa við meintar skuldbindingar landsins. – Grikklands leiðin_.

 Á þessum  tíma reis forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson upp og stóð með þjóðinni, fullveldi hennar og rétti til eigin ákvarðanataka. Bretar beittu hryðjuverklögum  sem studd voru af flestum Evrópuríkjum nema Færeyingum. Íslenska þjóðin vann þennan slag.

Evrópusambandsumsóknin áfram virk

Evrópusambandsumsóknin er því miður enn virk. Þótt ekki blási í dag byrlega fyrir Evrópusambandinu getur það breyst skjótt. Reynslan sýnir að stjórnmálaflokkum á Alþingi er ekki treystandi fyrir málum sem ráða fullveldi þjóðarinnar. EES samningurinn fékk t.d ekki að fara til þjóðarinnar.

   „ Þingið réð ekki við málið“ sagði utanríkisráðherra í uppgjöf sinni nýverið, en hann hafði þó áður lofað að ríkisstjórn og Alþingi myndi afturkalla umsóknina að Evrópusambandinu formlega.

Það mun því verða kallað eftir afdráttarlausri afstöðu forsetaframbjóðenda til sjálfstæðrar stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, mögulegs fullveldisframsals og inngöngu í Evrópusambandið.

Frambjóðendur munu þurfa að tala skýrt í þessum efnum.

 


Bloggfærslur 2. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband