Skaupið

Ég ætla ekki að leggja neitt sérstakt mat á áramótaskaupið í gærkveldi. 

Ég verð þó að segja að upphafið að þættinum þar sem endurspilað var viðtal útvarpsmanns við Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings og viðbrögð hans við dómi hæstaréttar og fangelsun var ósmekklegt.

Mér fannst viðtal fréttamanns á sínum tíma og birting þess í fréttum útvarps einkar ómerkilegt.  Ekki bætti úr skák að hafa það sem inngangsstef að áramótaskaupi sjónvarps.  

Hvað sem líður misgjörðum Sigurðar í starfi og hann nú er dæmdur fyrir lýsir það einstakri lágkúru fjölmiðils að ganga svo í persónu Sigurðar eins og gert var.

Vissulega var sleginn sá tónn í skaupinu að forðast umræðu um málefnin en fara þess í stað beint í persónurnar sjálfar.

Það er reyndar að nokkru í takt við háttalagið í þjóðfélagsumræðunni víða í fjölmiðlum og bloggheimum síðustu misserin.

Að sjálfssögðu var skaupið um margt fyndið, vel leikið og kætti ¨"smjatttaugar" áhorfandans

 


Bloggfærslur 1. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband