Eigum að reka okkar eigin utanríkisstefnu segir Bjarni Ben.

 Viðskiptaþvinganirnar flutu óvart með og Ísland á ekki að vera sjálfkrafa aðili að utanríkisstefnu Evrópusambandsins segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins: (Mbl.Bjarni hafði efa­semd­ir frá upp­hafi )

,,Menn voru einfaldlega í upphafi einhuga um að sú rödd þyrfti að heyrast frá Íslandi að við stæðum með bandalagsþjóðum okkur í afstöðunni gagnvart ástandinu í Úkraínu. Mér sýnist að það sem varðar viðskiptaþvinganirnar hafi flotið með í því samhengi.

Ég var hugsi yfir því hvort það væri sjálfsagt og eðlilegt að Ísland, sem ekki er aðili að Evrópusambandinu og þar af leiðandi ekki með í sameiginlegri utanríkisstefnu þess, tæki undir ályktanir, ákvarð- anir og aðgerðir Evrópusambandsins vegna þess að við höfum ekki á neinu stigi málsins átt neina að komu að þeim ákvörðunum.

Í því sambandi er ég fyrst og fremst að hugsa um að við rekum okkar eigin sjálfstæðu utanríkisstefnu".

Mæl þú Bjarni manna heilastur í þeim efnum. Kaldastríðinu er lokið. Herinn fór frá Íslandi þegar honum sjálfum datt í hug. Hörðustu Natósinnar gráta það reyndar enn.

Hótanir og refsiaðgerðir ESB vegna veiða okkar í eigin landhelgi standa enn. Landhelgin er hluti hins sjálfstæða Íslands.

Aðgerðir ESB eru meiri refsiaðgerðir gegn fámennri þjóð hlutfallslega heldur en meintar viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins eru gagnvart Rússum. 

Það er kominn tími á sjálfstæða utanríkisstefnu Íslands en ekki láta beita sér hugsunarlaust í hagsmunastríði stórveldanna.


Bloggfærslur 20. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband