Ásmundur Einar og fjölmiðlaveikin

Stundum getur hatrið leitt menn í gönur í skrifum um náungann og blandast þá saman óskyld mál.

Harðir sölumenn geta misst sig í ákafanum að selja og gleyma því, að ef til vill var ekkert í umbúðunum.

Tilgangurinn helgar meðalið. Skrifin síðustu daga um Ásmund Einar Daðason alþingismann mótast ef til vill af þessu tvennu.

Menn í opinberum störfum og ekki síst alþingismenn og ráðherrar mega þola, að sitt af hverju sé um þá sagt.

Svo vel þekki ég Ásmund Einar Daðason að dylgjur um áfengissýki eða ruddalega framkomu undir áfengisdrykkju eiga ekki við nein rök að styðjast. Mun margur þar eiga veikari hönd að verja.

Ætla ég þar með  ekki að gera lítið úr áfengisbölinu, eða fíkniefnavanda hjá þeim sem eiga við þá sjúkdóma að stríða.

Þeir fjölmiðlar sem gengið hafa hvað harðast fram gagnvart persónulegu mannorði Ásmundar Einars gætu sóma síns vegna velt fyrir sér að biðja hann afsökunnar. Og það að hafa brosað í þingsal sé reiknað honum til vansa í þessari umræðu er með ólíkindum.

- Mætti vera meir um brosið og humorinn á þeim bæ líka hjá þeim sem frískir teljast.  (Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“)

Hitt vitum við öll að Ásmundur Einar er málafylgjumaður og ekki eru allir honum sammála. Sitt getur sýnst þar hverjum.  Ásmundur Einar er hinsvegar talsmaður landsbyggðarinnar á þingi og hann hefur verið einn öflugasti baráttumaður og andstæðingur umsóknar og inngöngu í Evrópusambandið.

Sú afstaða hefur kallað fram ýmis viðbrögð andstæðinga hans sem sitja um að koma á hann höggi vegna skoðana hans í þessum málum.

Mér fyndist nær að ráðist væri beint að honum vegna þess, það væri málefnalegt.

 

 


Bloggfærslur 22. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband