Vilt þú framselja fiskimiðin til þess að komast í Evrópusambandið ?

Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu er í raun spurning um vilja til að framselja forræði fiskimiðanna svo hægt sé að komast í ESB.

Evrópusambandið hafnaði því að opna á viðræður um sjávarútvegsmál á forsendum fyrirvara Alþingis Íslendinga. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli birti ESB ekki rýniskýrslu sína um sjávarútveg sem var forsenda frekari viðræðna. Efast ég reyndar um að sú skýrsla hafi nokkurn tíma verið unnin af þeirra hálfu.

Svör ESB voru hins vegar skýr og vísað til grunnatriða Lissabonsáttmálans sem Íslendingar yrðu að uppfylla og fylgja. Þar á meðal að fela Brüssel forræði fiskimiðanna og samningsrétt við aðrar þjóðir um deilistofna.

Spurning þeirra sneri ávalt um tímasetta áætlun um innleiðingu laga og reglna ESB:

"Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 ([1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

Eða eins og Ágúst Þór Árnason aðjunkt við Háskólann á Akureyri sagði nýverið:

„Niðurstaða lykilmanna sem ég ræddi við var sú að það væri ekki hægt að koma fram með rýnisskýrsluna um sjávarútvegskaflann vegna þess að í henni hefði verið krafa um tímasetta að- gerðaráætlun um það hvernig Ísland ætlaði að taka upp Evrópulöggjöfina í sjávarútvegi. Þeir vissu sem var að viðbrögðin við slíkri kröfu gætu ekki orðið önnur en lok samningavið- ræðna. Þannig að við þær aðstæður sem fyrir hendi voru var klárlega ekki hægt að ljúka viðræðunum.“ Ágúst Þór segir ESB hafa slitið viðræðum vegna sjávarútvegsmála

Svo einfalt var það nú

Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki?

Það er mikil blekking að halda því fram að hægt sé að hafa þjóðaratkvæðgreiðslu um framhald viðræðna á grundvelli þingsályktunartillögu alþingis frá 16 júlí 2009. Fyrirvarar alþingis frá þeim tíma standa og aðildarumsóknin var efnislega og pólitískt stopp.

Þjóðaratkvæðagreiðsla á að snúast um : Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið.


Bloggfærslur 7. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband