Ísland ekki lengur umsóknarríki að ESB

Samkvæmt yfirlýsingu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra rétt í þessu er Ísland ekki lengur umsóknarríki að ESB. Þessu er hér með fagnað.

Umsóknin var hrein lögleysa frá byrjun.

Umsóknin fór efnislega í strand síðla árs 2011 þegar ég sem ráðherra hafnaði kröfumm Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og dýraheilbrigðismálum.

ESB neitaði að opna á viðræður um sjávarútvegsmál nema að við viðurkenndum fyrirfram forræði ESB í sjávarútvegsmálum.

Þótt mér væri síðar vikið úr ráðherrastóli vegna afstöðu minnar til inngöngu í ESB náði ríkisstjórnin ekki að breyta þeim ákvörðunum sem ég hafði þá tekið í samræmi við fyrirvara Alþingis

 Ófrávíkjanleg krafa ESB um full yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni og samningsrétti um deilistofna við önnur ríki réð baggamunin. En fleira kom til.

Öllum viðræðum var í raun lokið og ljóst að ESB krafðist þess  að Ísland gengist undir öll lög og reglur ESB, engar varanlegar undanþágur voru í boði.

Mikilvægt er að Framvæmdastjórn Evrópusambandsins staðfesti nú sín megin að þessum viðræðum sé lokið og Ísland tekið út af lista þess sem umsóknarríki.

 

 

 


Bloggfærslur 12. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband