Klúður ársins !

 Ríkisstjórn og Alþingi heyktist á að afturkalla umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, sem hafði þó verið eitt af stærstu kosingaloforðum núverandi ríkisstjórnarflokka.

Þetta var mál sem ríkisstjórnin átta að klára á fyrstu vikum sínum eftir kosningar 2013 eins og lofað var. Hún hefur þó enn eitt ár til að efna loforð sín um afturköllun ESB- umsóknarinnar.

"Ástarbréfin" til Brüssel

Ríkisstjórnin hefur haft öll tækifæri til þess að standa við loforð sín um að afturkalla ESB umsóknina og hefur enn.

 Það er hinsvegar upplausnarástandið í Evrópu sjálfri sem  hefur sett strik í ESB- umsóknina frekar en "ástarbréf" ríkisstjórnarinnar til valdhafanna í Brüssel. 

Aðildarumsókn að ESB er áfram virk

Að mati Evrópusambandsins sjálfs geta Íslendingar haldið umsóknarferlinu ótrauðir áfram þegar þeim sýnist svo. Umsóknin sé í raun virk hvað ESB áhrærir.

Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á þingi líta einnig svo á að umsóknin sé áfram virk og hafi ekki verið afturkölluð.

Þetta er okkur sem viljum sjálfstætt Ísland utan ESB mikil vonbrigði og stórhættuleg staða.

"Þingið réð ekki við málið"

Því miður virðist sama hvaða flokkur er, forystumönnum þeirra finnst sjálfssagt að svíkja kosningaloforð og stefnuskrá þegar Evrópusambandið á í hlut.

Utanríkisráðherra,sem ég veit að er vel meinandi, lýsti sjálfur uppgjöfinni í blaðaviðtali nýverið: "Þingið réð ekki við ESB-málið".

Jafnframt lýsti ráðherrann því yfir að ríkisstjórnin myndi áfram gerast taglhnýtingur Evrópusambandsins og styðja refsiaðgerðir þess gegn Rússum, sem bitna svo harðast á Íslendingum sjálfum. 

Lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur

 Bæði þing og ríkisstjórn hefur reynst ráðvillt í utanríkismálum og höktir t.d. enn sem hækja Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi í stað þess að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu.

Póltísk umræða næstu missera mun því snúast um fullveldismál, virkt lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. 

 

 


Bloggfærslur 30. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband