Sjálfstæðisflokkurinn og ESB

ESB-umsóknina á að afturkalla formlega og ótvírætt sagði formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins, Tómas Ingi Olrich fyrrverandi ráðherra, sem kvað skýrt að orði á aðalfundi Heimsýnar í fyrradag:

"Umsóknin að Evrópusambandinu var gríðarleg mistök og sýndi bæði kjarkleysi og undirlægjuhátt þeirra sem að henni stóðu. Menn höfðu misst trúna á sjálfan sig og kraftinn sem fylgir sjálfstæðu þjóðríki".

Hryðjuverkalög Breta, málsókn ESB gegn okkur í Icsave og flótti Norðurlanda í fjármálahruninu á Íslandi sýndi að þeir sem maður heldur að séu vinir sínir til síðasta manns eru fljótir að leggja niður skotið og koma i bakið ef þeim hentar svo.

"Það ber að afturkalla umsóknina um aðild að ESB með skýrum hætti.

Eins og staðan væri núna væri umsóknin bara í dvala og auðvelt væri að vekja hana til lífsins á ný." Sagði Tómas Ingi, formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins

Formaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir trausti í stjórnmálum á landsfundinum.

Traust fæst aðeins með því að standa við orð sín og stefnu.

Sjálfstæðisflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að afturkalla ESB umsóknina afdráttarlaust. Til þess að vinna traust þarf að efna slík grundvallarloforð.

 


Bloggfærslur 24. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband