Hringborð Norðurslóða

Stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið um málefni Norðurslóða fór fram í Hörpu dagana 16.-18. október slíðastliðinn.

Þetta er sú þriðja hér á landi á vegum Hringborðsins undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera með innlegg og taka þátt í ráðstefnunni: "The Arctic Circle Conference".

Þarna komu saman leiðandi stjórnmálamenn, vísindamenn og foystufólk í stofnunum, ráðum og almannasamtökum sem tengjast beint stöðu og þróun mála á heimskautasvæðum norðurhvels.

Í stuttu máli sagt kom ráðstefnan mér á óvart:  hversu öflugt og  víðfemt efnið var, frábært skipulag, þátttaka og nöfn og forystu fólk á þessum vettvangi á Norðurhveli jarðar.

Ísland, lítið en sjálfstætt land fyrir miðju Norður-Atlantshafi, leikur þarna lykilhlutverk í að færa sem flesta að hringborði þar sem að hin ýmsu sjónarmið og gagnkvæmar upplýsingar fá tækifæri til að koma fram á jafnréttisgrunni allra.

 "Save t The Arctic" Framtíð okkar er háð því sem þar gerist. 

Ólafur Ragnar Grímsson hefur haft málefni Norðurslóða sem sérstakt áhersluefni.

Það var auðfundið á ráðstefnunni að forysta Ólafs Ragnars á þessum vettvangi sem og Íslands nýtur djúprar virðingar og þakklætis á alþjóðavettvangi. Dagsetningar fyrir framhald á ráðstefnum  Hringborðsins hér á landi  hafa þegar verið ákveðnar næstu tvö ár fram í tímann.

Heimskautasvæðin, Norður-Íshafið eru eins og lungu fyrir allt lífríkið, þróun þess og endurnýjun á öllu Norðuhveli jarðar.  Ráðstefna og samtal af þeim toga sem á sér stað við Hringborð Norðurslóða er afrek sem miklar væntingar eru bundnar við.

 


Bloggfærslur 19. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband