Makríllinn og fullveldi Íslands

Makrílveiðarnar skiptu sköpum fyrir  atvinnu og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar árin eftir hrun.

Evrópsambandið hótaði Íslendingum viðskiptaþvingunum vegna lögmætra makrílveiða okkar. Makríll var þá íslenskri lögsögu í milljóna tonna vis. Evrópusambandið lagðist gegn því að viðurkenna rétt Íslendinga til makrílveiða. Sá réttur fullvalda strandríkis er þó skýlaus samkvæmt alþjóðalögum. "Föðurland vort hálft er hafið", fullveldisréttur okkar er því jafn á landi og sjó.

 Ég minnist þess einnig  þegar Evrópusambandið tók sér einskonar lögregluvald  og rak fulltrúa okkar á dyr af sameiginlegum fundi strandríkja sem veiddu makríl.

 Evrópusambandið var engin góðgerðastofnun í samskiptum um makrílinn né virti alþjóðalög og sáttmála. Þaðan af síður virti ESB rétt smáþjóða til að vernda og nýta sínar eigin auðlindir í deilunni um makrílveiðarnar.

ESB setti sérstök lög til að beita á Íslendinga og Færeyinga vegna fiskveiða þeirra. Setti einhliða viðskiptabann á Færeyinga og  hótuðu víðtækum refsiaðgerðum og innflutningsbanni á fiskafurðir frá Íslandi. Sú hótun stendur vafalaust enn.

ESB sinnum á Íslandi illa við makríl?

Samningarnir um inngöngu í Evrópusambandið strönduðu af þess hálfu m.a.á makrílnum og því að við skyldum taka okkur rétt til að veiða eðlilega hlutdeild í íslenskri lögsögu.

 Það er því við að búast að mörgum hörðum ESB sinnum sé í nöp við makrílinn og fagni því að aftaníossaháttur við refsiaðgerðir gegn Rússlandi bitni á veiðum og sölu á makríl.

Ísland getur í krafti fullveldis og samskipta haft meiri áhrif á alþjóðavettvangi en hanga aftan í stórveldum eða ríkjasamböndum sem vilja deila og drottna í krafti eigin viðskipta- og valdahagsmuna. Áhrif og stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna er gott dæmi um slíkt.

Sýnum sjálfstæði í utanríkismálum

Vonandi verður viðskiptasamstarfi við Rússa komið í lag um næstu áramót þegar skuldbinding utanríkisráðherra við ESB, sem hann hafði enga heimild til rennur út og verður ekki endurnýjuð.

 


Bloggfærslur 13. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband