Batnandi þingflokkur VG ?

Þingflokkur Vinstri grænna flytur ágæta tillögu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild eða úrsögn Íslands úr NATO. Það er í sjálfu sér gott mál og við höfum ekkert þar inni að gera og allsekki á tímum aukinnar hervæðingar NATO í Evrópu. (.þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu)

Umsókn og aðild Íslands að hernaðarbandalaginu NATO var þröngvað upp á þjóðina á sínum tíma án þess að hún væri spurð. Evrópusambandið stefnir að því að koma sér upp eigin Evrópuher  og verða jafnframt  hernaðarbandalag.

 

Afturköllun umsóknar að ESB ?

 Í samræmi við breytta stefnu  mun þingflokkur VG  örugglega verða  samkvæmur sjálfum sér og flytja tillögu um tafarlausa afturköllun umsóknarinnar að ESB ásamt afsökunarbeiðni fyrir að hafa stutt inngöngubeiðnina sumarið 2009.

Jafnframt fylgi það með að ný umsókn að ESB verði ekki send nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem staðfesti vilja til inngöngu í sambandið.

 

Að vera samkvæm sjálfum sér

Á þingi 2009 hafnaði meirihluti þingflokks VG því að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um vilja til inngöngu í ESB áður en beiðnin væri send Evrópusambandinu. Sömu þingmenn VG  studdu síðan inngöngubeiðnina að ESB  á Alþingi  þvert á stefnu  flokksins og kosningaloforð.

Það samræmist varla að vilja segja sig úr NATO annarsvegar en styðja beiðni  um inngöngu í ESB hinsvegar.

Batnandi mönnum er best að lifa!

Bloggfærslur 14. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband