Frjálst Ísland - Fullvalda þjóð

Lýðveldið Ísland  er 70 ára í dag. Til hamingju !

Fullveldið 1. des 1918, Lýðveldið 17. júní 1944, sigurinn í landhelgisdeilunni og útfærsla fiskveiðilögusögunnar eru hinir stóru áfangar í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar.

Stolt okkar, menning, velferð og reisn  er órjúfanlega tengd þessum áþreifanlegu sigrum sem unnust eftir alda langa baráttu.

Á allri þessari  vegferð sjálfstæðis og fullveldis  hafa verið úrtöluraddir og launráð stöðugt brugguð hinu unga Lýðveldi og vegið að því úr launsátri.

Guðmundur Böðvarsson skáld á Kirkjubóli í Borgarfirði orðar það svo í hinu fallega kvæði sínu  Fylgd“:

„Ef að illar vættir

inn um myrkragættir

 bjóða svikasættir,

svo sem löngum ber

við í heimi hér,

 þá er ei þörf að velja :

 Þú mátt aldrei selja

 það úr hendi þér.

Svikist var aftan að þjóðinni  vorið  2009,  þegar bréf var sent  til Brüssel með  beiðni um inngöngu og  aðild að Evrópusambandinu, framsali á því fullveldi sem íslenska þjóðin hafði barist fyrir öldum saman og sigurinn staðfestur 17. júní 1944.

Sá svika gjörningur  „illra vætta“  eins og skáldið Guðmundur á Kirkjubóli orðaði það,  var ekki borinn undir þjóðina og naut ekki raunverulegs meirihlutastuðnings á Alþingi. Það var svo sannarlega þá vegið að fullveldi þjóðarinnar úr launsátri.

Tafarlaus afturköllun umsóknarinnar að ESB 

Ríkisstjórnin sem nú situr hafði það sem eitt sitt stærsta kosningaloforð að afturkalla  með afdráttarlausum hætti þessa umsókn um aðild  og innlimun í  "Stórríki Evrópu". Út á þau loforð voru þingmenn stjórnarflokkanna  kosnir.

 Þær viðræður sem hafa farið fram  við Evrópusambandið um málið hafa áréttað leitt í ljós,  að með inngöngu myndum við tapa fullveldi okkar, forræði á auðlindum og frjálsum samskiptum við aðrar þjóðir heims.

Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,  heldur ræðu á Austurvelli eftir nokkrar mínútur. Hann á góðan kost í varðstöðunni um frjálst og fullvalda Ísland:

Það er að standa við gefin loforð og lýsa því  yfir að umsókn Íslands frá 16. júlí 2009 um aðild og innlimun í   Evrópusambandið verði  þegar í stað formlega og undanbragðalaust afturkölluð ;

"En þú átt að muna,

alla tilveruna,

að þetta land á þig."

Gleðilega hátíð 

 

 


Bloggfærslur 17. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband